Átveislan mikla í Viðey

hundadagar Jörundur hundadagakonungur átveislan í Viðey ólafur stiftamtmaður
Jörundur hundadagakonungur

Átveislan mikla í Viðey

Ein af stórkostlegustu veislum Íslandssögunnar var haldin í Viðey 27. júní árið 1809 daginn eftir byltingu Jörundar Jörundssonar hundadagakonungs. Samkvæmt heimildum var veitt extra vel í Viðey þennan dag.

Jörundur og hans menn sigldu út í Viðey klukkan tíu um morgun í blíðskaparveðri. Tæplega áttræður Ólafur Stephensen fyrrum stiftamtmaður tók á móti þeim. Hann var klæddur í danskan foringjaeinkennisbúning; „bláar, þröngar langbrækur með spora, skarlatsrauðan frakka skreyttan hvítum kniplingum og skúfum og þrístrendan hatt með langri, hvítri fjöður.“ Ólafur gekk með mennina um eyna og dáðust þeir að sauðfé gestgjafans. Því næst var sest að snæðingi, en erindi þeirra var að afhenta Ólafi erindsibréf frá vini Ólafs og pennavini Banks baróni.

Tekið var á móti gestunum í hjónaherbergi með rommglasi og norsku brauði og síðan byrjaði ógleymanleg veisla.

Heldrimannamatseðill
Sagósúpa soðin í rauðvíni og rúsínum.
Heill flakaður lax með sósu úr bræddu smjöri, ediki og pipar.
12 kríuegg á mann með þykkri rjómasósu.
“Hálfur sauður, vel steiktur” með hundasúrumauki.
Tvær vöfflur “á stærð við bók í átta blaða broti”.
Vænar brauðsneiðar, norskt kex og rúgbrauð haft sem viðbit.
Vín drukkið með
Kaffi og rommpúns.

„Til eru heilmiklar heimildir um stórar veislur í Viðey enda voru þeir höfðingjar heim að sækja, stórmennin sem sátu þar, hvort sem það var Skúli Magnússon, Ólafur Stephensen eða Magnús Stephensen. Þetta voru embættismenn og því má gera ráð fyrir að mikill gestagangur hafi verið hjá þeim. Þeir héldu heljarinnar veislur fyrir heldri borgara þessa lands sem og fínt fólk sem kom hingað frá útlöndum.“

Fyrsti rétturinn var borinn inn, stór skál með súpu úr sagó, rauðvíni og rúsínum sem soðið var nánast í mauk. Þeir borðuðu hver um sig tvær fullar skálar af þessu því að þeir vissu ekki hvort nokkuð fleira kæmi á eftir og fannst skynsamlegt að borða sig sadda. En þegar skálin var borin fram voru tveir heilir, flakaðir laxar bornir inn í hennar stað, með sósu úr bræddu smjöri, ediki og pipar. Gestirnir luku af diskum sínum “með nokkrum erfiðismunum” og hölluðu sér aftur saddir og ánægðir.

Þá var önnur feiknastór skál borin inn, að þessu sinni kúffull af harðsoðnum kríueggjum. Tólf egg voru sett á diskinn hjá hverjum þeirra og þykkri rjómasósu hellt yfir. Hooker beiddist undanþágu frá að borða öll tólf eggin en var hvattur til að reyna og einhvern veginn tókst honum að ljúka þeim. Gestirnir lögðu frá sér gaffla sína fegnir, en þá var borinn inn “hálfur sauður, vel steiktur”.

Gestgjafi þeirra gekk ríkt eftir því að þeir fylltu diska sína af kjötsneiðum og fengu sér ótæpilega með öllu af sætri, maukaðri súru. Þeir borðuðu eftir bestu getur; þessu næst voru bornar inn vöfflur, hver um sig “á stærð við bók í átta blaða broti”
Ólafur sagðist gera sér að góðu að gestir hans borðuðu bara tvær vöfflur hver. Máltíðinni lauk loks með mörgum vænum brauðsneiðum: “norsku kexi og rúgbrauði”.

Allan þennan tíma voru þeir hvattir til að drekka ötullega af víninu og tæma hverja flöskuna. Á eftir var borið fram gott kaffi og töldu þeir fullvíst að þar með væri máltíðinni lokið en “feiknastór skál með rommpúnsi var borin inn, var það borið frjálslega um í stórum glösum og drukkið minni með hverju glasi”
Veislunni lauk á því að þeir drukku þrjá tebolla hver.

——

Í bók rithöfundarins Söruh Bakewell um Jörund hundadagakonung eru veislunni gerð góð skil. „Borðbúnaðurinn var látlaus: Framan við hvern stól var diskur, hnífur og gaffall, glerglas og flaska af rauðvíni fyrir hvern gest.“ Fyrsti rétturinn sem borinn var á borð var súpa úr „sagó, rauðvíni og rúsínum sem soðið var nánast í mauk“. Mennirnir borðuðu tvær skálar hver enda vissu þeir ekki betur en að súpan væri eini rétturinn og fannst þeim því skynsamlegt að borða sig sadda. En þegar súpuskálarnar voru fjarlægðar voru reiddir fram „tveir heilir, flakaðir laxar … með sósu úr bræddu smjöri, ediki og pipar.“ Gestirnir luku af diskum sínum „með nokkrum erfiðismunum“. Þeir hölluðu sér aftur saddir og sælir.
En ballið var rétt að byrja. Í bók Söruh Bakewell segir: „Þá var önnur feiknastór skál borin inn, að þessu sinni kúffull af harðsoðnum kríueggjum. Tólf egg voru sett á diskinn hjá hverjum þeirra og þykkri rjómasósu hellt yfir. Hooker beiddist undanþágu frá að borða öll tólf eggin en var hvattur til að reyna og einhvern veginn tókst honum að ljúka þeim. Gestirnir lögðu frá sér gaffla sína fegnir, en þá var borinn inn „hálfur sauður, vel steiktur“. Gestgjafi þeirra gekk ríkt eftir því að þeir fylltu diska sína af kjötsneiðum og fengju sér ótæpilega með af sætri, maukaðri súru. Þeir borðuðu eftir bestu getu; þessu næst voru bornar inn vöfflur, hver um sig „á stærð við bók í átta blaða broti“. Ólafur sagðist gera sér að góðu að gestir hans borðuðu bara tvær vöfflur hver. Máltíðinni lauk loks með mörgum vænum brauðsneiðum: „norsku kexi og rúgbrauði.“

Heimildir: Fréttablaðið, Morgunblaðið, Tímarit.is og fleiri.

HUNDADAGARVIÐEYHUNDASÚRURLAXJÖRUNDURVÖFFLURROMMDANMÖRKÁSTRALÍARÚGBRAUÐ

— ÁTVEISLAN MIKLA Í VIÐEY —

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.