Hnetubaka

Hnetubaka
Hnetubaka

Hnetubaka

Halldóra systir mín bauð Sætabrauðsdrengjunum í kaffi og með því. Eins og þeir sem hana þekkja vita hefur hún mjög lítið fyrir því að slá í eina og eina tertu eða annað matarkyns. Baka með salthnetum bragðast mjög vel og var borðuð upp til agna eins og annað sem fyrir þá drengi var borið 🙂

Tertur
Hnetubakan er til vinstri

Hnetubaka

Botn:

2 1/2 dl hveiti

1 egg

örlítið salt

1 dl brædd kókosolía

smá vatn ef þar

Fylling.

3 egg

1dl síróp

1/2 dl púðursykur

1/2 dl smjörlíki brætt og kælið lítið eitt

1 tsk vanilla

1 1/2 dl salthnetur

100 g suðusúkkulaði saxað

Botn: blandið öllu saman og setjið í botninn á eldföstu formi.

Fylling: Þeytið egg og bætið sírópi smá saman útí svo vanillu, púðursykri og smjörlíki síðast með sleikju súkkulaði og hnetum 175 °c í ca 25-30 mín „ég nota venjulega smjör í botn og fyllingu en breytti henni núna fyrir þann sem var með laktósa óþol”

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kanntu þig á netinu? Nokkrir fasbókarnetsiðir

Kanntu þig á netinu? Nokkrir fasbókarnetsiðir.  Facebook er einn vinsælasti samfélagsmiðillinn hér á landi og langflestir Íslendingar eru skráðir þar. Eflaust er þetta eitt af þessum frægu heimsmetum okkar miðað við höfðatölu.

Langflestir tala um Facebook, en ætli besta íslenska orðið sé ekki fasbók. Fas er gamalt orð yfir andlit sem einnig táknar fas; prúðmennsku, asa, látalæti og framkomu. Fés og smetti eru aftur á móti niðrandi orð, sem eru einstaklega óviðeigandi um fólk.

Margir átta sig ekki á því að fasbókin ljóstrar ýmsu upp um okkur, sérstaklega fas! Sumir eru alltaf gleðigjafar, aðrir meira og minna í fýlu. Það er gaman að svala forvitni sinni á fasbókinni. Sumir eru virkir, en ýmsir fylgjast með og láta lítið yfir sér.

Netsiðir eru einskonar mannasiðir á netinu, svolítið eins og óformlegar siðareglur í daglega lífinu.

Hildur Eir og Heimir útbjuggu fiskisúpu og heilsuköku

Heiðurshjónin Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson á Akureyri útbjuggu fiskisúpu eftir uppskrift frá Dodda vini þeirra og heilsuköku á eftir.  Doddi heitir Þórður Jakobsson og er kokkur á sjó „við kennum hann oftast við konuna hans og segjum Doddi Sigrúnar" Doddi veit hvernig gott er að meðhöndla auðævi sjávar og metta harðduglega sjómenn (og aðra)

Fjaran á Húsavík

Fjaran

Fjaran á Húsavík. Á ferðalagi okkar um Norðurland var borðað á nýjum veitingastað á Húsavík. Tveir ungir menn gengu um beina og stjönuðu við okkur - þeir voru með augu á hverjum fingri, eins og sagt er um þægilegt framreiðslufólk með þjónustulund. Maturinn var einstaklega góður, við fengum sætkartöflusúpu í forrétt og steikta bleikju með byggottói, steiktu fenneli og hollandaise sósu. Fallegur staður sem mæla má með.

Fyrri færsla
Næsta færsla