Auglýsing
Hnetubaka
Hnetubaka

Hnetubaka

Halldóra systir mín bauð Sætabrauðsdrengjunum í kaffi og með því. Eins og þeir sem hana þekkja vita hefur hún mjög lítið fyrir því að slá í eina og eina tertu eða annað matarkyns. Baka með salthnetum bragðast mjög vel og var borðuð upp til agna eins og annað sem fyrir þá drengi var borið 🙂

Tertur
Hnetubakan er til vinstri

Hnetubaka

Botn:

2 1/2 dl hveiti

1 egg

örlítið salt

1 dl brædd kókosolía

smá vatn ef þar

Fylling.

3 egg

1dl síróp

1/2 dl púðursykur

1/2 dl smjörlíki brætt og kælið lítið eitt

1 tsk vanilla

1 1/2 dl salthnetur

100 g suðusúkkulaði saxað

Botn: blandið öllu saman og setjið í botninn á eldföstu formi.

Fylling: Þeytið egg og bætið sírópi smá saman útí svo vanillu, púðursykri og smjörlíki síðast með sleikju súkkulaði og hnetum 175 °c í ca 25-30 mín „ég nota venjulega smjör í botn og fyllingu en breytti henni núna fyrir þann sem var með laktósa óþol”

Auglýsing