Mokkaterta

Mokkaterta, Halldóra Eiríksdóttir, Sætabrauðsdrengirnir
Hnetubaka og mokkaterta

Mokkaterta

Sumar tertur verða betri daginn eftir. Áður hef ég nefnt hér að hrátertur verða alltaf betri, svei mér þá. Þessi tera er mun betri daginn eftir og því kjörin fyrir þá sem hafa ekki svo mikinn tíma. Halldóra systir mín bauð Sætabrauðsdrengjunum í kaffi og var annars vegar með Hnetuböku og svo þessa bragðgóðu Mokkatertu – það þarf varla að taka það fram að báðar kláruðust.

— HALLDÓRASÆTABRAUÐSDRENGIRNIRTERTUR — KAFFIMEÐLÆTI

.

Mokkaterta

botnar
6 eggjahvítur
250 g sykur
250 gr möndlumjöl
1/3 tsk salt

Þeytið egg og sykur stíft. Blandið möndlumjöli og salti saman við með sleikju skiptið í tvo botna á bökunarpappír bakið við 180 °c í ca.20 mín. Kælið vel.

Krem
6 eggjarauður
4 msk sykur
100 g smjör lint
3 tsk neskaffi blandað í örlítið kalt vatn
100 g suðusúkkulaði saxað mjög smátt.

Þeytið eggjarauður og sykur vel, bætið smjöri smásaman útí svo kaffið síðast og súkkulaði. Setjið annan botninn á tertudisk, smyrjið kreminu yfir og leggið hinn botninn ofan á. Skreytið með jarðarberjum og hindberjum.

.

— HALLDÓRASÆTABRAUÐSDRENGIRNIRTERTUR — KAFFIMEÐLÆTI

— MOKKATERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla