Vegan – fyrir og eftir

Vegan Before After Vegan – fyrir og eftir vegan uppskriftir
Vegan – fyrir og eftir

Vegan – fyrir og eftir

Nú stendur yfir veganúar, fyrirmyndin er Veganuary.com.  Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Skorað er á þátttakendur að neyta eingöngu vegan grænmetisfæðis í janúarmánuði og upplifa af eigin raun hversu gefandi og auðvelt það getur verið.

Hér eru nokkrar vegan uppskriftir

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Óvenju íhaldssamir eiginmenn

Þvottur og ræsting

Óvenju íhaldssamir eiginmenn. Húsmæður hafa fyrir löngu skilið, að vélar geta létt störf þeirra, alveg eins og vélarnar hafa fyrir löngu létt jarðyrkju og iðnað, en eiginmennirnir eru oft óvenjulega íhaldssamir, þegar um er að ræða hjálpartæki við innistörf.

Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi

Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi. Hópur harðduglegra kvenna hefur komið saman í tvo áratugi og útbúið handverk í Stykkishólmi. Afraksturinn selja þær í Gallerýi Lunda í bænum. Við Bergþór drukkum með þeim kaffi á dögumum og fengum í kaupbæti uppskriftir af ostasalati og þessum undurgóðu vefjum.

Geiri Smart – veitingahús

Geiri Smart Geiri Smart

Geiri Smart - veitingahús. Öll (smá)atriði þaulhugsuð.  Veitingastaðurinn fer beint á topp fimm yfir bestu veitingahús á Íslandi. SMART, SMART, SMART.

Þema á staðnum og á hótelinu í sama húsi tengist hinu bráðskemmtilega bandi Spilverki Þjóðanna. T.d. er matseðillinn með A og B hlið, eins og á vinyl plötu.

Það er kannski klisja að tala um falið leyndarmál EN ... Mikið svakalega kom allt okkur á óvart. Þetta er ævintýralega vel heppnaður veitingastaður á besta stað í borginni. Þaulhugsað heildarkonsept, allt frá einstaklega töff og um leið notalegu umhverfi, yfir í matseld sem lætur bragðlaukana beinlínis fagna með gleðitárum, klæðileg og smart föt þjónanna og handgert leirtau. Íslensk hönnun er í hávegum höfð og húsgögn sem smíðuð hafa verið fyrir staðinn eru gerð hérlendis.