Auglýsing
Sveppir í smjördeigi IMG_1398 Portóbellósveppir í smjördeigi smjördegi portobello portóbelló sveppir grænmetissteik
Portóbellósveppir í smjördeigi

Portóbellósveppir í smjördeigi

Hér er afbrigði af Wellington steik, sem ég fann á netinu og útfærði. Beef Wellington er nautalund í smjördeigi, en í tilefni af veganúar eru Portobelló sveppir notaðir í staðinn fyrir naut.

.

Auglýsing

SMJÖRDEIGNAUT

.

Wellington sveppir

4 Portobello sveppir

1 pakki smjördeig

1 glas af þurrkuðum shiitake sveppum

10 sveppir

2 b spínat

5 skalottulaukar

4 hvítlauksgeirar

3 greinar ferskt estragon

Earth balance smjör

¼ b grænmetissoð

Skafið svörtu fanirnar burt undir hattinum á Portobello sveppunum og bakið þá á bökunarpappír í 10 mín.

Farið eftir leiðbeiningum um shiitake sveppi. Þegar þeir eru tilbúnir, skellið þeim í matvinnsluvél ásamt spínati, sveppum, estragoni, smátt skornum skalottulauk og hvítlauk. Steikið blönduna í Earth balance smjöri. Hellið grænmetissoði yfir og látið malla í 10 mín. Piprið.

Fyllið Portobello sveppina með sveppamaukinu af pönnunni, í rýmið sem myndaðist þegar fanirnar voru skafnar af. Fletjið út 1 smjördeigsplötu fyrir hvern Portobello svepp og pakkið þeim síðan inn í deigið. Bakið við 225°C í 25 mín., setjið í lokin undir grillið í skamma stund og fylgist vel með því að deigið verði fallega brúnt, en brenni ekki.

Hefðbundið meðlæti, t.d. kartöflur í ofni með timian, grófu salti og hvítlauksolíu eða smátt skornar gulrætur steiktar í Earth balance smjöri ásamt steinselju og grófu salti.

Rauðvínssósa:

1 b rauðvín

2 b grænmetissoð

2 tsk döðlusíróp

2 msk maizena

svartur pipar

Látið rauðvín og grænmetissoð malla í potti í 20 mín. Hellið döðlusírópi út í (ef það fæst ekki má nota annað síróp eða búa til, uppskriftir á netinu). Hrærið maizena út í svolitlu köldu vatni og þykkið sósuna. Látið bíða og hitið upp þegar sveppirnir eru bornir fram. Yfirleitt fæst allt efnið í Hagkaupum eða öðrum betri matvöruverslunum.

— PORTOBELLOSVEPPIR Í SMJÖRDEIGI — 

2 athugasemdir

Comments are closed.