Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar

Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar

Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar. Í tilefni af 120 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur er nú farið að bjóða upp á smáréttaseðil í forsal leikhússins frá kl. 18.30 á sýningarkvöldum. Það var ekki annað að sjá þegar við vorum þarna á dögunum en öllum líkaði vel enda fagfólk fram í fingurgóma. Það er notarleg stemning í forsalnum, þægileg lýsingin í bland við góðar veitingar blandast vel saman við eftirvæntinguna sem er því samfara að sjá það sem boðið er upp á í sölum hússins.

Seðillinn er aðgengilegur á borgarleikhus.is og geta gestir pantað veitingar, mat og drykk á veitingar@borgarleikhus.is, vilji þeir eiga frátekið borð þegar þeir koma. Að sjálfsögðu er líka hægt að mæta bara og njóta. Það er gott að koma tímanlega í hús og slaka á, koma sér í rétta gírinn fyrir kvöldið og gæða sér á spennandi smáréttum og ljúfum drykkjum.

Matseðillinn verður ekki meitlaður í stein, heldur lifandi og tekur breytingum eftir því sem vindar blása.
Fyrsti seðillinn verður eftirfarandi:
-Eggaldinrúllur, fylltar með osti og pestó, bornar fram með hvítlauks-engifersósu.
-Grænmetisbaka, með sinnepsósu
-Rækjukotkeill, þessi gamli góði og engir stælar
-Saltfiskur Sölku Völku, með fíkjum, möndluflögum og smjöri
-Andasalat með hráskinku og appelsínugljáa
-Lambalund með “röstí” kartöflu og salsa verde sósu
-Pönnukökur með rjóma og bláberjasultu
-Créme Brulee…þetta klassíska

Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar

Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Raspterta, já rasptertan góða

Raspterta

Já, raspterta! - ég bragðaði hana í fyrsta skipti í afmæli Eddu frænku minnar þegar ég var ca tíu ára. Á þeim árum var ég bæði feiminn og óframfærinn og þorði ekki fyrir mitt litla líf að biðja um uppskrift...

Vinsælustu brauðréttirnir á Albert eldar

Fimm vinsælustu brauðréttirnir á Albert eldar.  Heitir réttir í ofni eru klassískir og allaf jafn vinsælir. Hér eru fimm mest skoðuðu brauðréttirnir á alberteldar, bæði heitir og kaldir. Njótið vel

Allir geta dansað – líka Bergþór

Allir geta dansað. Ég man varla eftir öðrum eins viðbrögðum eins og við þáttunum Allir geta dansað. Ég held að þessi þáttaröð hafi hreinlega þjappað okkur Íslendingum saman í bjartsýni og gleði. Allir geta séð sjálfa sig í þeirra sporum, því að þau byrjuðum flest algerlega blaut á bak við eyrun, ég hef m.a.s. hitt karla sem nenna aldrei að horfa á dans og þola ekki raunveruleikaþætti, en þeir hreinlega límast við skjáinn.