Bláberja- og jarðarberjaterta

Bláberja- og jarðarberjaterta - terta raw Food kaka bláber cake jarðarber blueberry strawberry kíví  hráterta raw cake
Bláberja- og jarðarberjaterta

Bláberja- og jarðarberjaterta

Ætli ég hafi ekki tekið það fram amk alloft, ef ekki oftar, að hrátertur eru hið mesta lostæti. Það er bara ekki hægt að klúðra þeim, þær falla ekki, þarf ekki láta lyfta sér, ekki að baka. Svo eru þær hollar og henta þeim sem eru með glútenóþol og mjólkuróþol líka. Það bara mælir allt með hrátertum eins og þessari.

.

BLÁBERJARÐARBERHRÁTERTUR

.

Bláberja- og jarðarberjaterta – raw

botn
1 b möndlur
2 msk kókosolía, fljótandi
3 döðlur
2 msk vatn
1 tsk vanilluextrakt
1/3 tsk salt

fylling
2 b kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 20-30 mín
6 msk kókosolia, fljótandi
safi úr einni sítrónu
1 tsk vanilluextrakt
1 msk hunang
1 stór banani
1 b jarðarber, fersk eða frosin
1 b bláber, fersk eða frosin

Botn. saxið döðlurnar gróft og setjið í matvinnsluvél ásamt möndlum, vatni, vanillu og salti og maukið. Takið hringinn af litlu tertuformi og setjið á tertudisk, þjappið deiginu í botninn.

Fylling. Setjið kasjúhentur, olíu, sítrónusafa, vanillu, hunang og banana í matvinnsluvél og maukið vel.

Skiptið maukinu í tvennt. Setjið bláber saman við annan helminginn og jarðarber við hinn.

Hellið bláberjamaukinu yfir botninn og jarðarberjamaukinu þar ofan á.

Geymið í nokkra klst í ísskáp eða yfir nótt.

Bláberja- og jarðarberjaterta - raw
Bláberja- og jarðarberjaterta
Bláberja- og jarðarberjaterta - raw
Bláberja- og jarðarberjaterta

.

BLÁBERJARÐARBERHRÁTERTUR

BLÁBERJA- OG JARÐARBERJATERTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberjaostaterta

Jarðarberjaostaterta. Fengum óvænt gesti með stuttum fyrirvara og ekkert til með kaffinu. Þá þarf að bretta upp ermar. Það tekur 12 mín. að baka botninn fyrir jarðarberjaostatertuna og skemmri tíma að útbúa fyllinguna. Til að flýta enn fyrir mér setti ég botninn inn í frysti skömmu eftir að hann kom úr ofninum.

Hreindýralund – snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni

Hreindýralund - snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni. Mikið lifandis ósköp er hreindýrakjöt mjúkt og gott ef það er rétt eldað. Meðlætið með hreindýralundinni var Waldorfssalat og sykurbrúnaðar kartöflur ásamt sósunni

Sveskju- og fíkjuterta – bæði ljúf og bragðgóð

Fikju-og sveskjuterta

Sveskju- og fíkjuterta. Allra vinsælasta uppskriftin á þessu bloggi frá upphafi er Sveskju- og döðluterta (þar á eftir kemur rabarbarapæið fræga). Þetta kemur svo sem ekkert sérstaklega á óvart, tertan er bæði ljúf og bragðgóð. Fyrir ekki svo löngu hitti ég konu sem fór að tala um Sveskju- og döðlutertuna, hún sagðist ekki hafa átt döðlur og notaði fíkjur í staðinn og tertan væri jafngóð ef ekki betri með þeim í. Sætabrauðsdrengirnir matheilu borðuðu hana upp til agna eftir tónleikana í gær og lofuðu í hástert.

Sólon í Bankastæti – stórfínn matur á fallegum stað á besta stað

Sólon í Bankastæti - stórfínn matur á fallegum stað og á besta stað. Það er ekki tilviljun að Sólon hefur öðlast fastan sess í veitingahúsaflóru borgarinnar. Í fyrsta lagi er staðsetningin ein sú besta, húsakynnin virðuleg með glæsilegum gluggum og lofti, innréttingarnar smekklegar og fallegar, ekkert yfirdrifið, bara nýtískulegt og smekklegt. Á stóra veggnum hangir Torfan, listaverk eftir Elísabetu Ásberg sem setur töff svip á staðinn.
Segja má að þetta sé millistaður, maturinn á viðráðanlegu verði, léttur en fallega framborinn og ljúffengur, engin „sýnishorn“. Sætin eru þægileg og jafngott að líta inn í hádegi eða að kvöldlagi. Hvarvetna sést út í iðandi mannlífið, sem fylgir okkar góðu erlendu gestum.