Auglýsing

Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar

Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar. Í tilefni af 120 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur er nú farið að bjóða upp á smáréttaseðil í forsal leikhússins frá kl. 18.30 á sýningarkvöldum. Það var ekki annað að sjá þegar við vorum þarna á dögunum en öllum líkaði vel enda fagfólk fram í fingurgóma. Það er notarleg stemning í forsalnum, þægileg lýsingin í bland við góðar veitingar blandast vel saman við eftirvæntinguna sem er því samfara að sjá það sem boðið er upp á í sölum hússins.

Auglýsing

Seðillinn er aðgengilegur á borgarleikhus.is og geta gestir pantað veitingar, mat og drykk á veitingar@borgarleikhus.is, vilji þeir eiga frátekið borð þegar þeir koma. Að sjálfsögðu er líka hægt að mæta bara og njóta. Það er gott að koma tímanlega í hús og slaka á, koma sér í rétta gírinn fyrir kvöldið og gæða sér á spennandi smáréttum og ljúfum drykkjum.

Matseðillinn verður ekki meitlaður í stein, heldur lifandi og tekur breytingum eftir því sem vindar blása.
Fyrsti seðillinn verður eftirfarandi:
-Eggaldinrúllur, fylltar með osti og pestó, bornar fram með hvítlauks-engifersósu.
-Grænmetisbaka, með sinnepsósu
-Rækjukotkeill, þessi gamli góði og engir stælar
-Saltfiskur Sölku Völku, með fíkjum, möndluflögum og smjöri
-Andasalat með hráskinku og appelsínugljáa
-Lambalund með “röstí” kartöflu og salsa verde sósu
-Pönnukökur með rjóma og bláberjasultu
-Créme Brulee…þetta klassíska

Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar

Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar