Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar

Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar

Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar. Í tilefni af 120 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur er nú farið að bjóða upp á smáréttaseðil í forsal leikhússins frá kl. 18.30 á sýningarkvöldum. Það var ekki annað að sjá þegar við vorum þarna á dögunum en öllum líkaði vel enda fagfólk fram í fingurgóma. Það er notarleg stemning í forsalnum, þægileg lýsingin í bland við góðar veitingar blandast vel saman við eftirvæntinguna sem er því samfara að sjá það sem boðið er upp á í sölum hússins.

Seðillinn er aðgengilegur á borgarleikhus.is og geta gestir pantað veitingar, mat og drykk á veitingar@borgarleikhus.is, vilji þeir eiga frátekið borð þegar þeir koma. Að sjálfsögðu er líka hægt að mæta bara og njóta. Það er gott að koma tímanlega í hús og slaka á, koma sér í rétta gírinn fyrir kvöldið og gæða sér á spennandi smáréttum og ljúfum drykkjum.

Matseðillinn verður ekki meitlaður í stein, heldur lifandi og tekur breytingum eftir því sem vindar blása.
Fyrsti seðillinn verður eftirfarandi:
-Eggaldinrúllur, fylltar með osti og pestó, bornar fram með hvítlauks-engifersósu.
-Grænmetisbaka, með sinnepsósu
-Rækjukotkeill, þessi gamli góði og engir stælar
-Saltfiskur Sölku Völku, með fíkjum, möndluflögum og smjöri
-Andasalat með hráskinku og appelsínugljáa
-Lambalund með “röstí” kartöflu og salsa verde sósu
-Pönnukökur með rjóma og bláberjasultu
-Créme Brulee…þetta klassíska

Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar

Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Salat að hætti Júlla Júll

Júlli júll

Salat að hætti Júlla Júll. Dalvíkurkonungurinn Júlíus Júlíusson er snilldarkokkur. Júlli lætur verkin tala - það malast undan honum verkefnin og helst ætti að vera til Júlli í öllum bæjum á Íslandi....

Grannvaxnir og samanreknir menn

D.C.Jarvis

Grannvöxnum mönnum er fremur hætt við sjúkdómum á vorin. Þess vegna ættu grannir menn að hafa sérstaka gát á mataræði sínu á vorin. Þeir ættu að gæta þess að sofa nóg og varast ofreynslu. 

Borðsiðir – Topp 5 – mest deilt

Bordsidir 

Borðsiðir - Topp 5 - mest deilt. Hér er topp fimm listin yfir þær borðsiðafærslur sem hafa fengið flestar deilingar. Þið megið gjarnan deila uppáhalds færslunni ykkar. Fróðlegt að sjá hvort listinn breytist