Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar

Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar

Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar. Í tilefni af 120 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur er nú farið að bjóða upp á smáréttaseðil í forsal leikhússins frá kl. 18.30 á sýningarkvöldum. Það var ekki annað að sjá þegar við vorum þarna á dögunum en öllum líkaði vel enda fagfólk fram í fingurgóma. Það er notarleg stemning í forsalnum, þægileg lýsingin í bland við góðar veitingar blandast vel saman við eftirvæntinguna sem er því samfara að sjá það sem boðið er upp á í sölum hússins.

Seðillinn er aðgengilegur á borgarleikhus.is og geta gestir pantað veitingar, mat og drykk á veitingar@borgarleikhus.is, vilji þeir eiga frátekið borð þegar þeir koma. Að sjálfsögðu er líka hægt að mæta bara og njóta. Það er gott að koma tímanlega í hús og slaka á, koma sér í rétta gírinn fyrir kvöldið og gæða sér á spennandi smáréttum og ljúfum drykkjum.

Matseðillinn verður ekki meitlaður í stein, heldur lifandi og tekur breytingum eftir því sem vindar blása.
Fyrsti seðillinn verður eftirfarandi:
-Eggaldinrúllur, fylltar með osti og pestó, bornar fram með hvítlauks-engifersósu.
-Grænmetisbaka, með sinnepsósu
-Rækjukotkeill, þessi gamli góði og engir stælar
-Saltfiskur Sölku Völku, með fíkjum, möndluflögum og smjöri
-Andasalat með hráskinku og appelsínugljáa
-Lambalund með “röstí” kartöflu og salsa verde sósu
-Pönnukökur með rjóma og bláberjasultu
-Créme Brulee…þetta klassíska

Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar

Ljúffengir smáréttir Borgarleikhússins fyrir sýningar

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.