Veitingastaðurinn Burro – einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill

Veitingastaðurinn Burro – einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill.

Þegar komið er á Burro í Veltusundi við Ingólfstorg (þar sem Einar Ben var áður) mætir manni suður-amerísk litadýrð í teppum, áklæðum, myndefni og vali á veggjalitum. Þetta ásamt músíkinni gera stemninguna glaðlega, ekki síst þar sem staðurinn er fjölsóttur, þetta er hlýlegt, heimilislegt og „áfengt”. Rauðvín hússins var afbragð, Emiliana Coyam (4,2 á Vivino) sem passaði sérlega vel með matnum, en þó er þetta ekki týpíski rómó rauðvínsstaðurinn, heldur ekki síður á bjór-rustico línunni, ef maður vill. Hér er mjög líflegt og staðurinn svo að segja fullsetinn mánudagskvöldið sem við vorum.

Suður-amerísk matreiðsla: Hér fást suður-amerískir smáréttir allt yfir í argentískar alvöru nautasteikur. Sérstaka athygli vakti að um þriðjungur matseðilisins er hugsaður fyrir grænkera – alveg til fyrirmyndar.

— ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR

.

Jalapeno salsa, túnfiskur, ponzu. Túnfiskurinn var súr og kexið ofan á gerði mjög fína áferð.

Spergilkál, sesamfræ og engifer

Pescado taco (Rauðsprettu taco), greip, appelsínur, laxahrogn, smjörsósa yfir koriander taco skel.

Grænmetis cevice, brokkolí, amarillo og sætar kart.

Jarðskokkar nokkuð sterkur réttur

Þorskur, rauðkál sterkt og pipar, óvenjuleg samsetning, hárrétt eldaður þorskur, bragðmikið án þess að vera of sterkt, rífur nett í.

Tofu kjúklingur með veganmayo, taco skel.

Sellerírót steikt önd, mole sósa svaka góð,

Reykt sellerírót, laukmauk, sinnepsfræ, góð mild og góð barbecue sósa, passlega stökk

Sítrónusorbet, ávextir og vegankex

Avocado m. condensed milk. jógúrt ís gerir ferskt og dolce di leche (sem er soðin niður condensed mjólk v. 85°C.)

Burro Tapas + steak. Mið- og suðuramerískur smáréttastaður með frábærum Latin steikum. Bragðgóður, litfagur matur sem fer vel í munni og maga. Líflegur Burro öðruvísi en allir aðrir staðir, stórfín viðbót við fyrirmyndar veitingastaðaflóru landsins með ljúfa og góða þjónustu.

Á efri hæð er sér kokteilabar; Pablo Disco bar. Það er mikil gróska í fordrykkjum um þessar mundir og barþjónar óhræddir að prófa nýja drykki og blanda saman ólíkum hráefnum. Fordrykkir sem við fengum voru feikilega hressandi og ferskir og hver öðrum betri. Athygli vakti óáfengur Black Russian, eiginlega sælgæti. Örugglega einn besti kokteilbar Íslands og fólk getur alltaf farið þangað í drykk þó það sé ekki að fara á veitingastaðinn. Happy hour alla daga uppi milli kl 16 – 18

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Langabúð á Djúpavogi

Langabúð á Djúpavogi. Þegar okkur bar að garði í Löngubúð á Djúpavogi var þar fullt út úr dyrum af ferðamönnum sem streymdu inn svangir og fóru út alsælir eftir góðar og matarmiklar súpur. Það var ánægjulegt að sjá hve vel afgreiðslan gekk fyrir sig, sama og engin bið og fólk sem pantaði sér kaffi og með því fékk hvort tveggja strax við afgreiðsluborðið. Ester vert í Löngbúð tók á móti okkur sagði frá starfseminni, umhverfinu og staðnum.

Haugarfi – arfapestó

Arfapestó Haugarfi Arfapestó - IMG_3869 (1)

Arfapestó! Það er ekki að ástæðulausu sem fólk segir að eitthvað vaxi eins og arfi, hann vex mjög vel. Ég hvet fólk til að rækta arfa, bæði sumar og vetur. Í allan vetur hef ég verið með arfa í potti í eldhússglugganum og núna rækta er hann líka á svölunum. Þið sem eruð með stóran pall ættuð að fá ykkur stóran blómapott og hefja þar arfaræktun - passið að klippa blómin af svo fræin fjúki ekki í beðin....