Bakaður kjúklingur með spínati, pestó og fetaosti

nigella Vigdís Finnbogadóttir og nafna hennar vigdís Másdóttir

Bakaður kjúklingur með spínati, pestó og fetaosti. Vigdísi Másdóttur kynntist ég fyrst þegar hún var í Leiklistardeild Listaháskólans, síðar lágu leiðir okkar saman þegar hún kom og til starfa í sömu deild. Frá fyrsta degi höfum við talað mikið um mat, mjög mikið.

.

VIGDÍS MÁSDVIGDÍS FINNBOGADÓTTIRKJÚKLINGUR#2017Gestabloggari2/52

.

Reglulega hefur hún nefnt að hennar fyrirmynd í lífinu sé nafna hennar Finnbogadóttir og að hún vildi hafa mynd af henni fyrir ofan skrifborðið sitt. Síðasta vor hafði ég samband við Vigdísi Finnbogadóttur og nefndi þetta við hana. Þegar kom að afmælisdegi Vigdísar Másdóttur var komið að stóru stundinni. Það var bundið fyrir augun á henni og fórum í óvissuferð sem endaði inni í stofu í kaffi og kökum hjá fyrrverandi forseta sem gaf henni mynd til að hafa fyrir ofan skrifborðið.

„Ég var nú ekki lítið upp með mér að Albert skyldi bjóða mér að skrifa á bloggið sitt, ég er ennþá svo til inni í skápnum með uppskriftirnar mínar en set einstaka sinnum myndir inn á Instagram undir #vigella (orðagrín – mér hefur verið líkt við hina ítarvöxnu Nigellu og tek ég því með glöðu geði). Ég er mikil áhugamanneskja um mat og finnst fátt skemmtilegra en að gefa fólki að borða. Eins og hjá okkur öllum þá er nóg að gera og þá er mikilvægt að geta gripið til rétta sem öllum finnst góður, er ekki tímafrekur í undirbúningi, eldun og frágangi.
Hér eru tvær uppskriftir sem ég vona að þið njótið, bakaður kjúklingur og Bailleysjógúrt.”

Verði ykkur að góðu

Bakaður kjúklingur með spínati, pestó og fetaosti (fyrir 4)

Eins og svo oft áður þá varð þessi réttur til þegar ég var að taka til í ísskápnum. Hann er einstaklega fljótlegur í undirbúningi og eldhúsið fer ekki á hvolf, sem er mjög gott þegar tíminn er af skornum skammti.

Skera kjúkling í bita (3 bringur /6 læri/ 8 lundir
Pestó grænt eða rautt (1 krukka úr búð eða af heimatilbúnu sem er alltaf betra, ég geri mitt eigið og ríflega af því).
1/2 glas hvítvín (má nota sírónu eða mysu í staðinn)
1 kínverskur hvítlaukur. (raspaður eða mjög gróft saxaður)
S&P eftir smekk (en farið varlega í saltið því fetaosturinn er frekar saltur, betra að bæta við eftir á)

Ofangreindu blandað saman í skál.

Ferskt spínat í botninn á eldföstu móti (200 gr poki)
Kjúklingnum dreift yfir.
Handfylli af furuhnetum (ef þið eruð með hefðbundið pestó) eða kasjúhnetur (sem ég nota því geri vegan pestó og í því eru kasjúhnetur)
Fetaostur í krukku með olíu á kjúklinginn (ein krukka).

Ca 30 mín á 180°C. fylgjast með.

Bera fram með góðum hrísgrjónum og/eða salati. (Mæli með rauðum grjónum, fást í Brúrinu á Granda.)

#2017Gestabloggari2/52

.

Vigdís Másdóttir Finnbogadóttir
Vigdís Finnbogadóttir og nafna hennar Másdóttir

.

VIGDÍS MÁSDVIGDÍS FINNBOGADÓTTIRKJÚKLINGUR#2017Gestabloggari2/52

— BAKAÐUR KJÚKLINGUR VIGDÍSAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínu og bláberjaterta

Appelsínu- og bláberjaterta

Appelsínu og bláberjaterta. Sumarleg og fersk terta sem á vel við þessa dagana þegar sólin baðar okkur geislum sínum. Við og við má heyra vangaveltur um hvort hráfæði sé ekki óheyrilega dýrt. Ef til vill er hráefnið eitthvað dýrara en í „venjulegar tertur" en taka verður með í reikninginn hráfæðið þarf ekki að baka, það tekur mun skemmri tíma að útbúa og fólk þarf mun minna af því en öðru kaffimeðlæti. Það sem hins vegar mestu máli skiptir er að hráfæðið er hollt - heilsa okkar er jú verðmæt.

Freyðivínshlaup

Freyðivínshlaup

Freyðivínshlaup. Margir eru í vandræðum með eftirrétt um áramótin og vilja gjarnan prófa eitthvað nýtt. Freyðivínshlaup er afar hátíðlegt en minna má á að það er áfengt. Hér er það í staupum en einnig má setja það í eina skál og bera fram með öðrum eftirréttum, svona til að gefa fólki að bragða á. Ástæðan fyrir valinu á Jacob´s Greek í hlaupið er bæði vegna þess að það er fallegt á litinn og bragðgott.

Sítrusapríkósumarmelaði

Marmelaði - DSC01767Marmelaði Ingveldar G. DSC01775

Sítrusapríkósumarmelaði. Útvarpskonunni ljúfu, Ingveldi G. Ólafsdóttur er margt til lista lagt og er vel þekkt fyrir að galdra fram veislumat úr svo að segja engu. Hún er afar nýtin á matarafganga eitthvað sem margir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Frétti af bragðgóðu marmelaði hjá Ingveldi og hún tók ljúflega í beiðni mína um uppskriftina