Auglýsing
Jón Thoroddsen maður og kona hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín, kurteisi, borðsiðir, góðir siðir, mannasiðir, vín, skálað
Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín. Það er æ algengara að boðið sé upp á vín við hin og þessi tækifæri. Það getur varla talist til góðra siða að kunna sér ekki hóf í drykkju en hóflega drukkið vín gleður jú mannsins hjarta segir í skáldsögunni Manni og konu eftir Jón Thoroddsen.

Það eru ekki bara þeir sem farið hafa í áfengismeðferð sem afþakka vínið. Það stendur misvel á í lífi okkar. Einhver getur verið að halda barnaafmæli daginn eftir á meðan annar „tók hressilega á því” með vinnufélögum í gær. Gestgjafar mega hafa í huga að ekki drekka allir áfengi og gott er að hafa eina eða tvær tegundir af óáfengum drykkjum í boðinu.

Flestir vita að drykkjan eykur ekki kynþokkann og við verðum hvorki skemmtilegri né fallegri, þó að við höldum það hugsanlega sjálf. Svo er það vel þekkt að öll virðing á það til að hverfa út í veður og vind ef drykkjan fer úr böndunum. Hver hefur ekki heyrt skandalasögur af fulla gestinum í fínni veislu? Viljum við að fólk muni það helst úr veislunni hversu full við vorum?

Auglýsing

🍷

FREYÐIVÍNBORÐVÍN — BORÐSIÐIRSKÁLAР—

🍷Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín

Fólk sem ekki drekkur áfengi fær stundum að heyra óheppilegar athugasemdir

Fólk sem ekki drekkur áfengi fær stundum að heyra óheppilegar athugasemdir. Hér eru nokkur atriði sem við skulum sleppa að segja þegar einhver afþakkar vín:

1 Hvers vegna ekki? Það eru óteljandi ástæður fyrir því að fólk kýs að drekka ekki. Getur verið tengt heilsufari, vinnutengt, ofnæmi, áfengisvandamáli, óléttu, þarf að vakna snemma, er á bílnum eða bara langa ekkert í áfengi. Fólk þarf ekkert að útskýra hvers vegna. Sleppum því að spyrja hvers vegna ekki.

2 Ertu barnshafandi? Já, kannski er konan barnshafandi en finnst ekki tímabært að greina frá því. Svo getur verið ókurteisi að spyrja ef t.d. konan/parið hefur reynt lengi að eignast barn. Tilkynningin um að barn sé á leiðinni mun berast þegar þar að kemur. Öndum með nefinu.

3 Hvaða, hvaða, bara einn drykk? Neyðum ekki vín í fólk, virðum á stundinni ef það afþakkar. Kannski er einn drykkur einum drykk of mikið.

4 Úff! Ég mundi aldrei afþakka drykk! Já en það er þitt mál en ekki þess sem afþakkar. Úff, sýnum háttvísi og verum prúð.

5 Þú ert bara alveg að stimpla þig út! Það er hinn mesti misskilningur. Fólk skemmtir sér mjög vel án áfengis, jafnvel betur. Þeir sem ekki drekka eru líklegri til að muna flest úr boðinu og haga sér vel.

6 Það er svo steikt. Dæmum ekki þó einhver vilji vera án áfengis. Það er frekar steikt að koma með svona athugasemd – algjörlega viðbrennd athugasemd.

7 Viltu að þetta verði ömurlegt kvöld?  Svolítið spes athugasemd sem á illa við. Ef boðið er miður skemmtilegt þá er það alls ekki þeim að kenna sem afþökkuðu vínið.

8 Já, það er hér sjálfkjörinn bílstjóri! Tja! Ekki er það nú svo. Við skulum ekki neyða edrúfólkið til að skutla okkur út og suður. Kannski býðst það til að skulta okkur þegar þar að kemur – ef við högum okkur vel.

9 Er drykkjan hjá þér vandamál? Humm… Ef drykkjan er vandamál þá er boð þar sem vín er haft um hönd a.m.k. ekki staðurinn til að ræða það.

10 Enn sá skandall !!! Munum að vera kurteis 🙂  Margir álíta að hluti af því að búa í menningarsamfélagi sé að dreypa á víni við og við. Höfum í huga að stór hluti fólks drekkur aldrei og langar ekkert til þess.

Innsendar viðbætur:

Ertu á snúrunni?

Ertu í einhverjum sértrúarsöfnuði?

🍷

FREYÐIVÍNBORÐVÍN — BORÐSIÐIRSKÁLAР—

— SLEPPUM AÐ SEGJA ÞETTA VIÐ FÓLK SEM AFÞAKKAR VÍN —

🍷

1 athugasemd

  1. Langar að bæta við þetta öðrum vinkli, þ.e. veganvinklinum.
    Veganistar eiga það til að fara í dálítinn predikunarstíl gagnvart þeim sem eru ekki (enn) komnir á veganlínuna. Slíkt er heldur ekki sjarmerandi; við viljum væntanlega flest meina að við kunnum fótum okkar forráð og vitum hvað við viljum borða. Amk þykir mér mjög þreytandi þegar reynt er að hafa áhrif á mig í þessa átt og síst vænlegt til árangurs. Ég borða mikið grænmeti og ég borða kjöt og fisk og vil ráða sjálf hvenær og hvar ég borða hvað, alveg eins og þeir sem ekki vilja áfengi vilja ráða sér með það.

Comments are closed.