Auglýsing


Baileysjógúrt Vigdísar. Gestabloggarinn Vigdís Másdóttir útbjó bakaðan kjúkling með spínati, pestói og fetaosti og var með Baileysjógúrt í eftirrétt – einfaldan og bóðan.

„Þessi eftirréttur varð til á köldu kvöldi þegar mig langaði í eitthvað sætt og enginn nennti út í búð að sækja eitthvað gott. Mjög einfalt og er tilbúið strax. Það er líka hægt að gera þetta með góðum fyrirvara og setja í kæli, verður alls ekki verra við það.”

Auglýsing

VIGDÍS MÁSD

Baileysjógúrt Vigdísar (fyrir 2)

4 vænar msk af Grískri jógúrt

Tvöfaldur sjúss af Baileys

(fyrir þá sem vilja mikla sætu má bæta við 2 tsk af agave, þarf alls ekki)

Þessu er hrært saman vandlega í skál

Ein harfakexkaka (ég nota Grahams) er mukin gróft í botn á litlu glasi/skál

Jógúrtinni helt yfir og eitthvert gott dökkt súkkulaði raspað yfir.

#2017Gestabloggari2/52

Baileysjógúrt Vigdísar. Gestabloggarinn Vigdís Másdóttir