Baileysjógúrt Vigdísar


Baileysjógúrt Vigdísar. Gestabloggarinn Vigdís Másdóttir útbjó bakaðan kjúkling með spínati, pestói og fetaosti og var með Baileysjógúrt í eftirrétt – einfaldan og bóðan.

„Þessi eftirréttur varð til á köldu kvöldi þegar mig langaði í eitthvað sætt og enginn nennti út í búð að sækja eitthvað gott. Mjög einfalt og er tilbúið strax. Það er líka hægt að gera þetta með góðum fyrirvara og setja í kæli, verður alls ekki verra við það.”

VIGDÍS MÁSD

Baileysjógúrt Vigdísar (fyrir 2)

4 vænar msk af Grískri jógúrt

Tvöfaldur sjúss af Baileys

(fyrir þá sem vilja mikla sætu má bæta við 2 tsk af agave, þarf alls ekki)

Þessu er hrært saman vandlega í skál

Ein harfakexkaka (ég nota Grahams) er mukin gróft í botn á litlu glasi/skál

Jógúrtinni helt yfir og eitthvert gott dökkt súkkulaði raspað yfir.

#2017Gestabloggari2/52

Baileysjógúrt Vigdísar. Gestabloggarinn Vigdís Másdóttir

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Margrét Jóns í Mundo – magnaður eldhugi

Margrét Jónsdóttir Njarðvík - magnaður eldhugi.  Fyrir tveimur árum gengum við í kringum Mont Blanc á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo. Ferðin tók tvær vikur og var hin skemmtilegasta í alla staði. Margrét Jónsdóttir Njarðvík er eigandi Mundo en eftir 25 ára í akademíunni bjó hún til vinnu utan um sig þar sem styrkleikar hennar og áhugamál njóta sín. Þannig innihalda allar ferðir Mundo menntun, skemmtun, menningu og þjálfun. Fjölmargir hafa farið Jakobsveginn á hennar vegum og ungmennasumarbúðir á Spáni njóta vaxandi vinsælda. Nema hvað, hún hélt matarboð fyrir vini sína og ættingja. Maturinn í veislunni tengist þremur löndum, löndum sem Margrét ætlar að ferðast til á árinu með fólk á vegum Mundo.

Svo er nú gaman að segja frá því að við Svanhvít verðum fararstjórar á vegum Mundo í matarferð til Brussel í haust :) en Brussel hefur algerlega stolið senunni frá París í þeim efnum

Vinsælustu jólasmákökuuppskriftirnar

Jólasmákökur

Sex vinsælustu jólasmákökuuppskriftirnar. Það er einhver óútskýrð dásemdar tilfinning sem fylgir smákökubakstri á aðventunni. Þessi dásamlegi ilmur sem berst um húsið í bland við barnslega tilhlökkun. Sex vinsælustu smákökuuppskriftirnar eru: