
Skyrterta Maríu
Eftir vel sótta tónleika Sætabrauðsdrengjanna í Neskaupstað göldruðu nöfnurnar og frænkur mínar María og dótturdóttir hennar, María Lív, fram veislu þar sem meðal annars var boðið upp á höfuga skyrtertu sem skreytt var með jarðarberjum úr garðinum. #Ekkinokkurleiðaðhættaaðborðaterta
.
— SÆTABRAUÐSDRENGIRNIR — NESKAUPSTAÐUR – MARÍA GUÐJÓNS — SKYRTERTUR —
.
Skyrterta Maríu
botn:
u.þ.b. 2 b gróft muldar makkarónukökur
1dl möndluflögur
2 dl grófar kókosflögur
Blandið saman og setjið í form
fylling:
1 dós KEA vanilluskyr
1 peli rjómi eða rúmlega það – léttþeyttur
120 g saxað dökkt súkkulaði (appelsínu, möndlu eða annað gott)
2 msk sérrý (eða rúmlega það)
Öllu blandað saman og sett yfir botninn. Skreytið með jarðaberjum.


.
— SÆTABRAUÐSDRENGIRNIR — NESKAUPSTAÐUR – MARÍA GUÐJÓNS — SKYRTERTUR —
.
Þarf þetta ekki að fara í frysti? Ég hef gert samskonar skyrtertu sem verður að fara í frysti í nokkra tíma því að skyr og léttþeyttur rjómi verður að sósu. Hljómar annars mjög vel 🙂
hún þarf ekki að fara í frysti. Rjóminn stífnar eftir að skyrinu hefur verið hrært saman við
Skyrkakan lofar góðu,og þær smakkast líka betur í góðum félagsskap.Ég þekki suma á myndunum,og bið að heilsa
Comments are closed.