Skyrterta Maríu

Skyrterta Maríu María Lív BJÖRNSDÓTTIR guðjónsdóttir Viðar, Albert, Bergþór, María, karl Jóhann, Jóhann, Garðar Thór og Gissur Páll sætabrauðsdrengirnir norðfjörður neskaupstaður skyr skyrtera skyrkaka
Skyrterta Maríu

Skyrterta Maríu

Eftir vel sótta tónleika Sætabrauðsdrengjanna í Neskaupstað göldruðu nöfnurnar og frænkur mínar María og dótturdóttir hennar, María Lív, fram veislu þar sem meðal annars var boðið upp á höfuga skyrtertu sem skreytt var með jarðarberjum úr garðinum. #Ekkinokkurleiðaðhættaaðborðaterta

.

SÆTABRAUÐSDRENGIRNIRNESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNSSKYRTERTUR

.

Skyrterta Maríu

botn:

u.þ.b. 2 b gróft muldar makkarónukökur
1dl möndluflögur
2 dl grófar kókosflögur

Blandið saman og setjið í form

fylling:

1 dós KEA vanilluskyr
1 peli rjómi eða rúmlega það –  léttþeyttur
120 g saxað dökkt súkkulaði (appelsínu, möndlu eða annað gott)
2 msk sérrý (eða rúmlega það)

Öllu blandað saman og sett yfir botninn. Skreytið með jarðaberjum.

Skyrterta
Skyrterta Maríu
Skyrterta
Viðar, Albert, Bertþór, María, Jóhann, Jóhann, Garðar Thór og Gissur Páll

.

SÆTABRAUÐSDRENGIRNIRNESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNSSKYRTERTUR

— SKYRTERTA MARÍU —

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel. Það var vor í lofti í Brussel um páskana, gróðurinn farinn að lifna við, fuglarnir í óða önn að undirbúa hreiðrin með tilheyrandi kórsöng og brúnin létt á mannfólkinu mót hækkandi sól.

Þórunn Björnsdóttir og Helga Jónsdóttir búa og starfa í Brussel. Þær eru höfðingjar heim að sækja, glaðværð og glæsileiki haldast í hendur hjá þeim. Ég gaukaði því að Þórunni hvort hún vildi útbúa eins og einn rétt fyrir bloggið - úr varð þetta bráðskemmtilega matarboð þar sem hver rétturinn var öðrum betri.

Coq au vin – hani í víni

coq au vin

Coq au vin – hani í víni er dæmigerður franskur sveitamatur og talinn ævaforn í ýmsum myndum. Gaman er að glíma við rétti sem eru vel þekktir í sínu heimalandi - uppskriftir að þeim eru trúlega jafnmargar og heimilin, svo að varla er hægt að benda á eina uppskrift og fullyrða að þar sé „originallinn“ kominn. Þetta er svo sem ekki mikil glíma, reyndar alls ekki eins flókið og ætla mætti, en rauðvín, sveppir og beikon eru ómissandi. Ef maður vill láta gesti stynja af ánægju, er þessi réttur eiginlega alveg pottþéttur.