Kaldhefaðar bollur

Kaldhefaðar bollur MARÍA GUÐJÓNSDÓTTIR færeyjar færeyskur matur MÆJA GUÐJÓNS NESKAUPSTAÐUR NORÐFJÖRÐUR GERBOLLUR GERBAKSTUR
Kaldhefaðar bollur

Kaldhefaðar bollur

María frænka mín í Neskaupstað er afar flink í eldhúsinu. Um daginn bakaði hún færeyskar gerbollur og sendi mér mynd og uppskrift á færeysku. Það er skemmtilega ögrandi að þýða færeyskuna yfir á íslensku. Heitið á bollunum stóð aðeins í mér: Kaltgingnir bollar og líka: „Set at ganga í køliskápinum ella spískamarinum um náttina” En Spískamar er búr 🙂

FÆREYJARBRAUÐMARÍA GUÐJÓNS — NESKAUPSTAÐUR

.

Kaldhefaðar bollur

2,5 dl haframjöl
6 dl grahamshveiti
6 dl hveiti
6,5 dl volgt vatn
1/4 dl olía
1,5 tsk hunang
2 tsk sjávarsalt
25 g ger
1 dl sesamfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
um 2 dl af sólblómafræjum og 2 dl af graskersfræjum á bollurnar.

Blandið saman geri, vatni og olíu í skál. Bætið við salti, hveiti og hafragrjónum. Látið loks fræ og blandið vel saman.

Geymið í ísskáp yfir nótt.

Daginn eftir: Hitið ofninn í 200°C. Laggið bökunarpappír í bökunarpötu og stráið aðeins af sólblómafræjum þar á. Mótið bollur með matseið. Gott er að hafa 2 cm milli bollanna. Stráið fræjunum yfir og þjappið niður í bollurnar. Bakið í 20-25 mínútur,

.

FÆREYJARBRAUÐMARÍA GUÐJÓNS — NESKAUPSTAÐUR

— KALDHEFAÐAR BOLLUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótasúpa með eplum og engifer

Gulrótasúpa

Gulrótasúpa með eplum og engifer. Skiptir ekki oft máli að maturinn sé fallegur á litinn? Þessi súpa er bæði bragðgóð og fögur á litinn. Ef til vill finnst einhverjum of mikið að hafa tvær matskeiðar af engifer, auðvitað er ekkert heilagt í þessum efnum frekar en svo mörgum öðrum. Eplið gefur sætan keim á móti hvítlauknum og engiferinu.

Má skila gjöfum? Má gefa þær áfram? Er hin fullkomna gjöf til?

Má skila gjöfum? Má gefa þær áfram? Er hin fullkomna gjöf til?

Hver kannast ekki við að hafa fengið gjöf sem manni líkar ekki. Það getur verið vandræðalegt EN þegar fólk hefur gefið öðrum þá er þiggjandinn nýr eigandi og er í raun í sjálfsvald sett hvað hann gerir við glaðninginn