Auglýsing
Kaldhefaðar bollur MARÍA GUÐJÓNSDÓTTIR færeyjar færeyskur matur MÆJA GUÐJÓNS NESKAUPSTAÐUR NORÐFJÖRÐUR GERBOLLUR GERBAKSTUR
Kaldhefaðar bollur

Kaldhefaðar bollur. María frænka mín í Neskaupstað er afar flink í eldhúsinu. Um daginn bakaði hún færeyskar gerbollur og sendi mér mynd og uppskrift á færeysku. Það er skemmtilega ögrandi að þýða færeyskuna yfir á íslensku. Heitið á bollunum stóð aðeins í mér: Kaltgingnir bollar og líka: „Set at ganga í køliskápinum ella spískamarinum um náttina” En Spískamar er búr 🙂

FÆREYJARBRAUÐMARÍA GUÐJÓNS — NESKAUPSTAÐUR

Auglýsing

Kaldhefaðar bollur

2,5 dl haframjöl
6 dl grahamshveiti
6 dl hveiti
6,5 dl volgt vatn
1/4 dl olía
1,5 tsk hunang
2 tsk sjávarsalt
25 g ger
1 dl sesamfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
um 2 dl af sólblómafræjum og 2 dl af graskersfræjum á bollurnar.

Blandið saman geri, vatni og olíu í skál. Bætið við salti, hveiti og hafragrjónum. Látið loks fræ og blandið vel saman.

Geymið í ísskáp yfir nótt.

Daginn eftir: Hitið ofninn í 200°C. Laggið bökunarpappír í bökunarpötu og stráið aðeins af sólblómafræjum þar á. Mótið bollur með matseið. Gott er að hafa 2 cm milli bollanna. Stráið fræjunum yfir og þjappið niður í bollurnar. Bakið í 20-25 mínútur,

.

FÆREYJARBRAUÐMARÍA GUÐJÓNS — NESKAUPSTAÐUR

— KALDHEFAÐAR BOLLUR —

.