
Færeysk eplakaka
Í vel heppnaðri tónleikaferð bauð María frænka mín til veislu eftir tónleikana í Neskaupstað. Frá þeim hjónum fer enginn svangur. Meðal þess sem boðið var upp á var færeysk eplakaka sem bragðaðist einstaklega vel og með henni sósa búin til úr vanilluskyri og rjóma.
— EPLAKÖKUR — FÆREYJAR — NESKAUPSTAÐUR — MARÍA GUÐJÓNS — GRÆN EPLI —
.

Færeysk eplakaka
500 g græn epli
125 g sykur
8 msk brauðrasp
2 msk kanill
2 msk rúsínur
2 msk jarðarberjasulta
50 g möndlur
25 g smjör í bitum
2 dl rjómi
2 dl vanilluskyr.
Flysjið eplin og skerið í báta, saxið möndlurnar smátt. Blandið saman sykri, raspi og kanil. Smyjið eldfast form, látið eplin í, stráið rúsínum, möldlum og raspi yfir. Loks fer jarðarberjasultan og smjörið yfir.
Bakið í 180° heitum ofni í um 30 mín. Þeytið rjómann, bætið vanilluskyri við og berið fram með nýbakaðri kökunni.

.
— EPLAKÖKUR — FÆREYJAR — NESKAUPSTAÐUR — MARÍA GUÐJÓNS — GRÆN EPLI —
.
Hvað á kona að gera við 2 1/2 dl. af rjóma sem er í uppskr. Er mjög spennt að heyra. bestu kveðjur, Hugrún
Já góðu ábending. Rjóminn er þeyttur og blandað saman við hann vanilluskyri sem er svo borið fram með heitri kökunni. Er búinn að laga 🙂
Comments are closed.