Eru börnin boðin líka?

Er börnunum boðið? Eru börnin boðin líka? veisla fermingarveisla matarboð gifting brúðkaup etiquette
Gerum ekki mál úr þessu og móðgumst alls ekki þótt börnunum sé ekki boðið með.

Eru börnin boðin líka?

Alloft er börnum ekki boðið í brúðkaup eða í stórafmæli, þar sem vín er haft um hönd. Ef nöfn fullorðinna og nöfn barnanna standa á kortinu eða í tölvupóstinum, er ljóst að þeim er boðið. Ef nöfn barnanna eru ekki, er sömuleiðis ljóst að þeim er ekki boðið. Ef engin nöfn eru á boðskortinu, þurfum við að skrá á kortið það sem stendur á umslaginu, því að oft vill gleymast hvernig þetta átti að vera þegar komið er að boðinu og umslagið löngu komið upp í Sorpu.

Á dögunum frétti ég af boðskorti í giftingu, á því stóð meðal annars: Setjið börnin í pössun og pússið dansskóna.

Já, já auðvitað eruð börnin vel upp alin, prúð og allt það, við tökum samt ekki ráðin í okkar hendur. Í fullorðinsveislum fjúka allskonar fullorðinsbrandarar og annað sem er ekki ætlað börnum. Gerum ekki mál úr þessu og móðgumst alls ekki þótt börnunum sé ekki boðið með. Svörum boðskortinu og hringjum strax í barnapíuna, gerum okkur glaðan dag og njótum.

Endilega deilið með fólki sem er að skipuleggja brúðkaup eða aðra stórviðburði og sendir út boðskort.

GIFTINGBORÐSIÐIR/KURTEISIBOÐSKORT

— ERU BÖRNIN BOÐIN LÍKA? —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.