Eru börnin boðin líka?

Er börnunum boðið? Eru börnin boðin líka? veisla fermingarveisla matarboð gifting brúðkaup etiquette
Gerum ekki mál úr þessu og móðgumst alls ekki þótt börnunum sé ekki boðið með.

Eru börnin boðin líka?

Alloft er börnum ekki boðið í brúðkaup eða í stórafmæli, þar sem vín er haft um hönd. Ef nöfn fullorðinna og nöfn barnanna standa á kortinu eða í tölvupóstinum, er ljóst að þeim er boðið. Ef nöfn barnanna eru ekki, er sömuleiðis ljóst að þeim er ekki boðið. Ef engin nöfn eru á boðskortinu, þurfum við að skrá á kortið það sem stendur á umslaginu, því að oft vill gleymast hvernig þetta átti að vera þegar komið er að boðinu og umslagið löngu komið upp í Sorpu.

Á dögunum frétti ég af boðskorti í giftingu, á því stóð meðal annars: Setjið börnin í pössun og pússið dansskóna.

Já, já auðvitað eruð börnin vel upp alin, prúð og allt það, við tökum samt ekki ráðin í okkar hendur. Í fullorðinsveislum fjúka allskonar fullorðinsbrandarar og annað sem er ekki ætlað börnum. Gerum ekki mál úr þessu og móðgumst alls ekki þótt börnunum sé ekki boðið með. Svörum boðskortinu og hringjum strax í barnapíuna, gerum okkur glaðan dag og njótum.

Endilega deilið með fólki sem er að skipuleggja brúðkaup eða aðra stórviðburði og sendir út boðskort.

GIFTINGBORÐSIÐIR/KURTEISIBOÐSKORT

— ERU BÖRNIN BOÐIN LÍKA? —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tómatbaka með Dijon

Tómatbaka

Tómatbaka með Dijon. Tómatar eru himneskir á bragðið og ættu að vera sem oftast á borðum. Svo er þægilegt að eiga frosið smjördeig í frysti til að grípa til, hvort heldur er til að útbúa svona böku eða annað. Ef ykkur finnst Dijon sinnep of sterkt þá má að sjálfsögðu nota minna af því, blanda því sama við annað sinnep já eða bara nota annað sinnep.

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu. Þessi uppskrift ku vera komin frá Michelle Obama. Forsetafrúin er áhugasöm um hollt og gott mataræði, ekki bara í Hvítahúsinu hún hefur talað fyrir því að Bandaríkjamenn borði betri mat.

Bláberjahjónabandssæla, alveg dásamlega góð

Bláberjahjónabandssæla. Ætli megi ekki segja að þetta sé hliðarútgáfa af hjónabandssælunni góðu. Það má baka þessa hvort heldur er í kringlóttu formi eða í ofnskúffu eins og venjulega hjónabandssælu. Mjög góð með kaffinu, bökum og höfum kvöldkaffi eða bjóðum gestum heim :)