Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka

Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka heitur réttur í ofni brauðréttur bakaður
Texmex-heitur réttur í ofni

Texmex-heitur réttur í ofni

Heitir réttir í ofni standa alltaf fyrir sínu og hafa glatt þjóðina í áratugi. Hver hefur ekki upplifað í veislum að heitu réttirnir virðast gufa upp eins og dögg fyrir sólu og klárast yfirleitt fyrstir. Það er afar auðvelt að fá matarást á Halldóru systur minni, það þekkja þeir fjölmörgu sem hafa borðað hjá henni í gegnum tíðina. Hér galdrar hún fram heitan rétt með Texmex osti, rétt sem tekur stutta stund að undirbúa og aðeins þarf að baka í korter. Hentugt fyrir fólk sem er á hraðferð. Einnig er uppskrift neðar að súkkulaðieggjaköku.

 HEITIR RÉTTIR#2017Gestabloggari 45/52

.

Texmex-heitur réttur í ofni
Texmex-heitur réttur í ofni

Texmex-heitur réttur í ofni

250 gr Texmex smurostur

3 dl rjómi

1/2 teningur kjúklingakraftur

Hitað saman í potti þangað til osturinn er uppleystur

9 brauðsneiðar í teningum sett í eldfast mót og ostasósan sett yfir þar ofaná

400 gr skinka, brytjuð

100 gr pepperóni, skorið

100 gr rifin ostur

Setjið skinku, pepperóni og loks rifinn ost yfir og bakið við 160°c í 15 mín

 

Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka
Súkkulaðieggjakaka

Súkkulaðieggjakaka. Svo afþví að ég er stundum ofvirk í eldhúsinu og er með kaffiboð í kvöld þá sendi ég þér smá auka

Súkkulaðieggjakaka

Súkkulaðieggjakaka

200 gr smjör

150 gr suðusúkkulaði

150 gr rjómasúkkulaði með Bismark

5 egg

1/2 tsk salt

Bræðið saman í potti súkkulaði og smjör við vægan hita

Egg og salt hrært saman við ekki þeyta en fá slétta og samfellda áferð bakað í 20 mínútur á 150°c

Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Angelina – uppáhalds kaffihúsið í París

Angelina Angelina

Angelina er uppáhalds kaffihúsið mitt í París. Staðsett á Rue de Rivoli 226. Við hliðina á Tuileries garðinum sem er á milli Louvre safnsins og Place de la Concorde. Vildi bara deila þessu með ykkur ef þið eru á leið til Parísar og viljið fara á stórfínt kaffihús.

Stór veisla, undirbúningur og framkvæmd – nokkur ráð

 

Stór veisla, undirbúningur og framkvæmd - nokkur ráð. Þann 16. ágúst giftum við Bergþór okkur. Við lögðum vinnu í undirbúning og skipulagningu og fengum aðstoð frá fjölmörgum. Góð kona benti okkur á að því meiri tíma sem við legðum í undirbúninginn, því eftirminnilegri yrði giftingardagurinn.

Engar tvær veislur eru eins og það sama á við um undirbúninginn. Hef fengið hvatningu til að setja hér inn nokkra punkta um hvernig undirbúningurinn og veislan sjálf var, punkta sem geta nýst fólki sem er að fara að skipuleggja stórar veislur. Til að forðast misskilning þá eru þetta engar reglur, aðeins punktar um hvernig við gerðum þetta.