Auglýsing

Matarhátíð Búrsins í Hörpu

Matarhátíð Búrsins í Hörpu, 25.og 26. nóvember 2017. Glæsileg Matarhátíð Búrsins stendur yfir í Hörpu um helgina. Þeir sem ekki fóru í dag ættu að drífa sig á morgun. Því miður komst ég ekki yfir að koma við í öllum básum. Framtakið er til fyrirmyndar og öll sú gæðafæða sem þarna er í boði. Mikið getum við verið stolt af okkar matarfrumkvöðlum og því sem þeir eru að gera.

Auglýsing

Albert og Eirný - Matarhátíð Búrsins í Hörpu

Athafnakonan Eirný Sigurðardóttir í Búrinu stjórnar Matarhátíðinni af röggsemi og hefur gert frá upphafi.

Matarhátíð Búrsins í Hörpu guðbjörg gissurardóttir fæða food í boði náttúrunnar

 

 

 

Tímaritið FÆÐA FOOD er nýútkomið, 140 síður stútfullar af áhugaverðu matartengdu efni. Blaðið kemur út árlega og er bæði á íslensku og ensku. Þar eru margar áhugaverðar sögur sem tengjast okkar matarmenningu, gerðar matartilraunir og eitt og annað vannýtt matartengt dregið fram. Guðbjörg Gissurardóttir kynnti tímaritið sem Dominique Plédel Jónsson ritstýrði

Vallaneshjónin Eymundur og Eygló stóðu vaktina og kynntu fjölbreytt úrval frá Móður jörð. Ein af nýjungum í ár eru nokkrar gerðir af Byggottó, tilbúið í pottinn. Það er greinilega enginn skortur á hugmyndum á þeim bænum.

Ljótu kartöflurnar, já fyrirtækið heitir Ljótu kartöflurnar (og þið munið aldrei gleyma því). Þrjár tegundir af kartöflusnakki. Með sjávarsalti, Ediki og blóðbergi og Lavasalti og pipar. Mjööööög góðar og í fallegum umbúðum.

Ljótu kartöflurnar, já fyrirtækið heitir Ljótu kartöflurnar (og þið munið aldrei gleyma því). Þrjár tegundir af kartöflusnakki. Með sjávarsalti, Ediki og blóðbergi og Lavasalti og pipar. Mjööööög góðar og í fallegum umbúðum.

Reykjavík Foods kynnti fjórar tegundir af laxi og lamb með timían og hvítlauk undir vörumerkinu Pure Icelandic

Reykjavík Foods kynnti fjórar tegundir af laxi og lamb með timían og hvítlauk undir vörumerkinu Pure Icelandic

Margverðlaunaða fyrirtækið Sólsker á Hornafirði kynnti sínar sjávarafurðir. Reyktur regnbogasilungur, heitreyktur makríll, léttreyktur og grafinn karfi, kaldreykta grálúðu, hertan hlýra. Reykta grálúðan er gjörsamlega himnesk, vel feit og bragðmikil.

Margverðlaunaða fyrirtækið Sólsker á Hornafirði kynnti sínar sjávarafurðir. Reyktur regnbogasilungur, heitreyktur makríll, léttreyktur og grafinn karfi, kaldreykta grálúðu, hertan hlýra. Reykta grálúðan er gjörsamlega himnesk, vel feit og bragðmikil. Mæli sérstaklega með henni.

Islandus Góður smakkaðist undurvel og minnti svolítið á krækiberjasaftina í gamla daga en samt öllu betri og ferskari. Auk krækiberja eru bláber, aðalbláber, blóðberg og fleira í þessum holla drykk.

Islandus Góður smakkaðist undurvel og minnti svolítið á krækiberjasaftina í gamla daga en samt öllu betri og ferskari. Auk krækiberja eru bláber, aðalbláber, blóðberg og fleira í þessum holla drykk.

  Sælkerasinnep Svövu sendur sko undir nafni, handgert ljúffengt íslenskt gæðasinnep.

Sælkerasinnep Svövu sendur sko undir nafni, handgert ljúffengt íslenskt gæðasinnep.

Pure Natura

Pure Natura framleiðir hágæða fæðuunnin bætiefni sem unnin eru úr einu næringarríkasta og hreinasta hráefni sem finna má hér á landi. Með því að nýta innmat og kirtla úr íslenskum lömbum í bland við villtar íslenskar jurtir blandar fyrirtækið saman á skemmtilegan hátt hómópatíu, grasalækningum og næringarfræði. Útkoman eru spennandi blöndur sem vakið hafa athygli víða um heim og bætt hafa heilsu fjölmargra neytenda

Salt frá Saltverk, vestfiskt gæðasalt

Salt frá Saltverk, vestfiskt gæðasalt

Það síðasta sem ég smakkaði var heitreykt bleikja frá Kokkhúsi. Önnur tegundin var með hvönn og hin með ýmsum íslenskum jurtum. Hvorutveggja mjög ljúffengt.

Það síðasta sem ég smakkaði var heitreykt bleikja frá Kokkhúsi. Önnur tegundin var með hvönn og hin með ýmsum íslenskum jurtum. Hvorutveggja mjög ljúffengt.