Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka

Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka heitur réttur í ofni brauðréttur bakaður
Texmex-heitur réttur í ofni

Texmex-heitur réttur í ofni

Heitir réttir í ofni standa alltaf fyrir sínu og hafa glatt þjóðina í áratugi. Hver hefur ekki upplifað í veislum að heitu réttirnir virðast gufa upp eins og dögg fyrir sólu og klárast yfirleitt fyrstir. Það er afar auðvelt að fá matarást á Halldóru systur minni, það þekkja þeir fjölmörgu sem hafa borðað hjá henni í gegnum tíðina. Hér galdrar hún fram heitan rétt með Texmex osti, rétt sem tekur stutta stund að undirbúa og aðeins þarf að baka í korter. Hentugt fyrir fólk sem er á hraðferð. Einnig er uppskrift neðar að súkkulaðieggjaköku.

 HEITIR RÉTTIR#2017Gestabloggari 45/52

.

Texmex-heitur réttur í ofni
Texmex-heitur réttur í ofni

Texmex-heitur réttur í ofni

250 gr Texmex smurostur

3 dl rjómi

1/2 teningur kjúklingakraftur

Hitað saman í potti þangað til osturinn er uppleystur

9 brauðsneiðar í teningum sett í eldfast mót og ostasósan sett yfir þar ofaná

400 gr skinka, brytjuð

100 gr pepperóni, skorið

100 gr rifin ostur

Setjið skinku, pepperóni og loks rifinn ost yfir og bakið við 160°c í 15 mín

 

Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka
Súkkulaðieggjakaka

Súkkulaðieggjakaka. Svo afþví að ég er stundum ofvirk í eldhúsinu og er með kaffiboð í kvöld þá sendi ég þér smá auka

Súkkulaðieggjakaka

Súkkulaðieggjakaka

200 gr smjör

150 gr suðusúkkulaði

150 gr rjómasúkkulaði með Bismark

5 egg

1/2 tsk salt

Bræðið saman í potti súkkulaði og smjör við vægan hita

Egg og salt hrært saman við ekki þeyta en fá slétta og samfellda áferð bakað í 20 mínútur á 150°c

Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Haugarfi – arfapestó

Arfapestó Haugarfi Arfapestó - IMG_3869 (1)

Arfapestó! Það er ekki að ástæðulausu sem fólk segir að eitthvað vaxi eins og arfi, hann vex mjög vel. Ég hvet fólk til að rækta arfa, bæði sumar og vetur. Í allan vetur hef ég verið með arfa í potti í eldhússglugganum og núna rækta er hann líka á svölunum. Þið sem eruð með stóran pall ættuð að fá ykkur stóran blómapott og hefja þar arfaræktun - passið að klippa blómin af svo fræin fjúki ekki í beðin....

Hvernig á alls ekki að hegða sér á jólahlaðborði?

Nú fer að bresta á með jóla­hlaðborðum og marg­ur veit­ingamaður­inn far­inn að signa sig við til­hugs­un­ina. Hinn stórfíni matarvefur Morgunblaðsins birti pistil um hvernig á ekki að haga sér á jólahlaðborðunum sem eru að mörgu leiti mjög áhuga­vert fyr­ir­bæri en þar mætir fólk og gæðir sér á því allra besta sem jól­in hafa upp á að bjóða. Flest­ir haga sér vel og oft­ast geng­ur kvöldið vel fyr­ir sig en samt eru ákveðnar týp­ur sem mæta alltaf í veisl­una og þær eru:

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu. „Vinur okkar hann Angantýr ákvað að útbúa glæsilegan og bragðgóðan forrétt" segir Svanhvít Valgeirsdóttir myndlistarkona og förðunarmeistari sem býr og starfar í Brussel. Þau hjónin héldu matarboð fyrir nokkra vini sína. Fyrir utan aspasinn var boðið upp á Svanskjúkling í aðalrétt og í desert var einfaldur fljótlegur eftirréttur.