Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu. Verð nú bara að fá að deila því með ykkur að ég fékk senda þessa dásamlegu matarmiklu körfu frá Búrinu. Þara er stórt stykki af Gráðaosti, Sandeman portvín (það má víst ekki segja Púrtvín lengur), einhverri dásamlegri hægbakaðri fíkju, hnetukexi og ég veit bara ekki hvað og hvað. Það er bara fátt sem gleður mig meira þessa dagana.

Gráðosturinn fær svo sparimeðferð og dekur hjá Búrverjum. Þar er nostrað við hann skrúbbaður vel og settur í Sandemans Portvínsbað í 3-4 vikur. Eftir þann tíma verður osturinn gullfallegur og vínrauður og öll sætan úr víninu fer djúpt inni ostinn… algjör dásemd með hægbakaðri fíkjukúlu frá Calabría 🙂

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Muffins með karamellukurli

muffins

Muffins með karamellukurli. Á dögunum fórum við til Vestmannaeyja, þar tóku höfðinglega á móti okkur María frænka mín og Addi hennar maður og nærðu okkur andlega og líkamlega. Hann fór með okkur um Heimaey og hún bauð upp á kaffihlaðborð að ferðinni lokinni - þar var meðal annars boðið upp á muffins með karamellukurli