Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu. Verð nú bara að fá að deila því með ykkur að ég fékk senda þessa dásamlegu matarmiklu körfu frá Búrinu. Þara er stórt stykki af Gráðaosti, Sandeman portvín (það má víst ekki segja Púrtvín lengur), einhverri dásamlegri hægbakaðri fíkju, hnetukexi og ég veit bara ekki hvað og hvað. Það er bara fátt sem gleður mig meira þessa dagana.

Gráðosturinn fær svo sparimeðferð og dekur hjá Búrverjum. Þar er nostrað við hann skrúbbaður vel og settur í Sandemans Portvínsbað í 3-4 vikur. Eftir þann tíma verður osturinn gullfallegur og vínrauður og öll sætan úr víninu fer djúpt inni ostinn… algjör dásemd með hægbakaðri fíkjukúlu frá Calabría 🙂

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði

Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði. Björk bauð í síðdegiskaffi á sunnudaginn. Mikið væri gaman ef sunnudagskaffiboð fengju aftur sinn sess í lífi fólks. Það er undurljúft að sitja með góðum vinum og drekka kaffi og spjalla um það sem fólki liggur á hjarta.

Betra líf með hollari mat og ráðum frá Betu næringarfræðingi

Betra líf með hollari mat og ráð frá Betu næringarfræðingi. Það gerist margt á einu ári. Á síðustu 12 mánuðum hef ég verið svo lánsamur að hitta Betu Reynis næringarfræðing reglulega og fara yfir mataræðið og horfa á heilsu mínu meira heildrænt. Það sem ég hef lært er að hitaeiningar og vigt segja ekki alla söguna. Beta hefur kennt mér að hlusta á líkamann og hvernig ákveðnar matarvenjur og hefðir hafa áhrif á heilsuna. Hún var með allskonar vangaveltur um áhrif frá æsku á matarhegðun og hvernig er hægt að leika á vanann sem virðist vera það erfiðasta af þessu öllu. Næsta skref er að fara í allsherjar heilsufarsmælingu og blóðprufu í Heilsuvernd. Það verður skrifað hér um hvað kemur út úr því og hvað gerist í framhaldinu.

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur. Þessi svalandi ískaldi drykkur er bragðgóður og mjög fallegur á litinn. Í heimsókn okkar til Kristjáns og Rögnu í Reykjadalnum í sumar fengum við þennan fagurrauða svaladrykk.

SaveSave

SaveSave