Friðrik krónprins í Danmörku er fimmtugur í dag
Við fjölskyldan slógum upp veislu honum til heiðurs, skáluðum og borðuðum danska Royal-tertu. Heitir þetta ekki að njóta lífsins? eða er það að lifa í núinu???
.
.
Auk þess að fagna með Friðriki Danaprinsi þá var líka fagnað með Helgu Hermannsdóttur sem setti upp stúdentshúfu í dag. F.v. Árdís, Sólveig, Vilborg, Helga, Halldóra, Hulda og Albert
Tilefnið var líka að borða saman hrísgrjónagraut.
Terta til heiðurs Friðriki danaprinsi fimmtugum
1 pk Betty Crocker súkkulaðiterta. Bökuð eftir upplýsingum á pakkanum
Saltkaramellu-smjörkrem
½ bolli púðursykur
½ bolli smjör
2 msk sýróp
½ bolli rjómi (fer eftir smekk)
1 klípa gróft salt
1 bolli smjör, mjúkt
2 bollar flórsykur
1 msk vanillusykur
Karamella – Bræðið púðursykur, smjör og sýróp í potti á meðalhita, þar til blandan fer að sjóða. Hrærið í nokkrar mín og látið kólna. Blandið salti og rjóma saman við í smá skömmtum.
Þeytið smjör, flórsykur og vanillusykur saman þar til blandan verður ljós. Blandið karamellu smám saman við smjörkremið.
Hægt að geyma smá karamellu til að skreyta kökuna.
Bakið kökuna í 23,5 cm formi. Látið kólna.
Útbúið tvöfalda uppskrift af kreminu. Skerið tertubotninn í tvennt, setjið krem á annan botnin, hinn botninn ofan á og loks krem ofan á og á hliðarnar. Skreytið með dönskum fánum
.
.