Afternoon tea á Apótekinu

Afternoon tea á Apótekinu apótek restaurant signý sæmundsdóttir reykjavík iceland best restaurants
Bergþór, Signý og Albert á Apótekinu

Afternoon tea á Apótekinu

Það er svo eftirminnilegt að fara í Afternoon tea og njóta í botn. Greinilegt er að Afternoon tea á Apótekinu hefur slegið hressilega í gegn. Þegar við prófuðum herlegheitin þá var fullt út úr dyrum og mikil og góð stemning á staðnum. Þjónustulipurt afgreiðslufólk með augu á hverjum fingri, snérist í kringum gesti.

— APÓTEK — ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR — ÍTALÍA

.

Afternoon tea á Apótekinu bláberjaskonsur

Veitingarnar voru bornar fram á þriggja hæða diskum og bláberjaskonsur með tveimur sultutegundum á fallegum trébakka. Hægt er að velja út fjölbreyttu teúrvali, auk þess er kaffi í boði. Það má vel mæla með Afternoon tea á Apótekinu. Áður en haldið var af stað fannst mér gott að renna yfir punktana um hvernig best er að hafa sér í slíkum samkundum.

Afternoon tea á Apótekinu

Afternoon tea á Apótekinu Afternoon tea á Apótekinu Afternoon tea á Apótekinu Afternoon tea á Apótekinu

— APÓTEK — ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR — ÍTALÍA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel. Það var vor í lofti í Brussel um páskana, gróðurinn farinn að lifna við, fuglarnir í óða önn að undirbúa hreiðrin með tilheyrandi kórsöng og brúnin létt á mannfólkinu mót hækkandi sól.

Þórunn Björnsdóttir og Helga Jónsdóttir búa og starfa í Brussel. Þær eru höfðingjar heim að sækja, glaðværð og glæsileiki haldast í hendur hjá þeim. Ég gaukaði því að Þórunni hvort hún vildi útbúa eins og einn rétt fyrir bloggið - úr varð þetta bráðskemmtilega matarboð þar sem hver rétturinn var öðrum betri.