Afternoon tea á Apótekinu

Afternoon tea á Apótekinu apótek restaurant signý sæmundsdóttir reykjavík iceland best restaurants
Bergþór, Signý og Albert á Apótekinu

Afternoon tea á Apótekinu

Það er svo eftirminnilegt að fara í Afternoon tea og njóta í botn. Greinilegt er að Afternoon tea á Apótekinu hefur slegið hressilega í gegn. Þegar við prófuðum herlegheitin þá var fullt út úr dyrum og mikil og góð stemning á staðnum. Þjónustulipurt afgreiðslufólk með augu á hverjum fingri, snérist í kringum gesti.

— APÓTEK — ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR — ÍTALÍA

.

Afternoon tea á Apótekinu bláberjaskonsur

Veitingarnar voru bornar fram á þriggja hæða diskum og bláberjaskonsur með tveimur sultutegundum á fallegum trébakka. Hægt er að velja út fjölbreyttu teúrvali, auk þess er kaffi í boði. Það má vel mæla með Afternoon tea á Apótekinu. Áður en haldið var af stað fannst mér gott að renna yfir punktana um hvernig best er að hafa sér í slíkum samkundum.

Afternoon tea á Apótekinu

Afternoon tea á Apótekinu Afternoon tea á Apótekinu Afternoon tea á Apótekinu Afternoon tea á Apótekinu

— APÓTEK — ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR — ÍTALÍA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni

Mondlur

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni. Það er upplagt að eiga ristaðar möndlur í ísskápnum til að grípa í þegar hungrið segir til sín. Svo er fljótlegt að útbúa þær - það má þurrista möndlurnar fyrst á heitri pönnu ef fólk vill það frekar og bæta síðan við kryddinu og hinu.

Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu

 Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu. Nathalía Druzin Halldórsdóttir söngkona og starfsmaður Íslensku óperunnar var í óðaönn að undirbúa frumsýningu Mannsraddarinnar þegar ég rak inn nefið á dögunum. Auðvitað var hún til í að gefa uppskrift af þessu bragðgóða og holla salati. Aðspurð hvort salatið ætti sér einhverja sögu svaraði hún „Í raun bara þá að auka inntöku á baunum og síðan hef ég alltaf verið mjög hrifin af bóghveitigrjónum þ.a saman er þetta snilld ef maður vill hugsa um heilsuna 🙂
Bóghveiti gefur mikið magnsium í kroppinn"