Auglýsing
Rice Krispies terta með hindberjarjóma – Rice Krispies terta sem allir elska kata kolbeins þóra katrín kolbeins hindber súkkulaði marengs
Rice Krispies terta með hindberjarjóma – terta sem allir elska

Rice Krispies terta með hindberjarjóma

Kata vinkona mín kom með stórfína tertu marengstertu með hindberjarjóma í vinkvennakaffið – alveg meiriháttar terta eins og allt sem Kata gerir.

.

Auglýsing

VINKVENNAKAFFI — KATA KOLBEINSTERTURMARENGS — RiceKrispies

.

Rice Krispies terta með hindberjarjóma – terta sem allir elska vinkvennakaffi Kata Kolbeins
Dömurnar í vinkvennakaffinu, Kata er önnur frá hægri

Rice Krispies terta með hindberjarjóma

4 eggjahvítur

200 g sykur

1 tsk lyftiduft

2 1/2 b Rice Krispies

Þeytið hvítur og sykur í 20 mín. Bætið við lyftidufti og Rice Krispies. Skipti í tvær kökur og bakið við 150°C í 45 mín.

1/2 l rjómi

1 askja hindber

brytjað súkkulaði

Stífþeytið rjómann, takið svolítið af honum frá til að setja ofan á. Bætið hindberjunum saman við. Setjið hindberjarjómann á milli botnanna. Dreyfið restinni af rjómanum yfir og stráið súkkulaði ofan á og nokkrum hindberjum.

.

VINKVENNAKAFFI — KATA KOLBEINSTERTURMARENGS — RiceKrispies

— RICE KRISPIES TERTAN —

.