Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?

Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn? Takk fyrir matinn, borðsiðir, kurteisi, góðir siðir, mannasiðir
Takk fyrir matinn!

Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?

Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndum.

Þessi munur hefur verið til staðar að minnsta kosti frá því á 16. öld. Danski sagnfræðingurinn Troels-Lund segir í hinu mikla riti sínu Dagligt Liv i i Norden i det 16. aarhundrede:

 

Útlendingar sem heimsóttu Norðurlönd lýstu oft undrun sinni vegna hinna mörgu handabanda og blessunarorða sem menn skiptust hér á: Þegar menn komu til borðs, ölkannan gekk, máltíð var lokið; við hvert tækifæri tókust menn í hendur og sögðu ‘verði þér að góðu’, ‘Guð blessi þig’ eða annað álíka.’

Vera má að siðurinn að þakka fyrir matinn eigi uppruna í síðustu kvöldmáltíðinni þar sem Jesú gjörði þakkir. Myndin er eftir Tintoretto (1594).

Vera má að siðurinn að þakka fyrir matinn eigi uppruna í síðustu kvöldmáltíðinni þar sem Jesú gjörði þakkir. Myndin er eftir Tintoretto (1594).

Ekki sjást dæmi um þessa venju í íslenskum heimildum frá fyrri öldum, en þó er ekki þar með sagt að hún hafi ekki verið við lýði hér á landi. Óvíst er hvaða ályktun má draga af því atviki í Manni og konu eftir Jón Thoroddsen þegar mathákurinn Bjarni á Leiti hefur innbyrt máltíð á við þrjá og segir við Sigrúnu: „Hérna, stúlka góð, færðu húsmóðurinni það, og skilaðu þakklæti og segðu, að ég hafi fengið sæmilega nóg.“ Í blaðinu Dagskrá árið 1896 eru borðsiðir Íslendinga bornir saman við venjur annars staðar og segir þar meðal annars:

‘Guð laun matinn’ er enn víða sagt þegar maturinn er borinn á borð, en þó mun þessi siður vera að leggjast mjög af, enda virðist slíkt ávarp allt of hátíðlegt, þó manni sé gefin máltíð. – Þakkir eptir borðhald eru alsiða þar sem húsráðandi er með, en munu ekki tíðkast þar sem menn matast hver í sínu lagi.

Greinarhöfundur telur að þetta tíðkist einkum upp til sveita og meðal fátækara fólks; aðalrótin sé örbirgð landsmanna og harðæri um margar aldir og þannig sé tilkominn sá siður að þakka veitanda hátíðlega. Sennilega hefur siðurinn þó borist hingað frá Danmörku. Vel má vera að hann sé ættaður úr frásögn guðspjallanna af síðustu kvöldmáltíð Jesú Krists með lærisveinunum þegar hann braut brauðið, útdeildi víninu og gjörði þakkir.

 

Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.