Café de Paris – fiskur í ofni

Café de Paris - fiskur í ofni lára björnsdóttir óli óla rúgbrauð ólafur þorkell pálsson steiktur fiskur í raspi
Café de Paris – fiskur í ofni

Café de Paris – fiskur í ofni

Einn vinsælasti rétturinn hjá Láru og Óla er þessi fiskréttur sem fær nafn sitt af sósunni – sem því miður fæst ekki í búðum á Íslandi. EN það má vel nota Bernaise sósu, annað hvort úr pakka eða frá grunni í staðinn. Lára og Óli birgja sig upp af Café de Paris pakkasósu þegar þau fara af landi brott 😉

Einfaldur og góður fiskréttur. Brauð í botninn á formi, þar ofan á steiktur fiskur, næst sósan góða, yfir hana fara soðin hrísgrjón og loks rifinn ostur efst. Síðan eru herlegheitin bökuð í um 15 mín á 170°C og borin fram með góðu rúgbrauði.

FISKUR Í OFNI LÁRA BJÖRNSDÓTTIRÓLA RÚGBRAUÐBERNAISE

.

Ofnbakaður fiskur með Café de Paris sósunni góðu

 

Café de Paris – fiskur í ofni

FISKUR Í OFNI LÁRA BJÖRNSDÓTTIRÓLA RÚGBRAUÐBERNAISE

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberja- og rabarbarakaka

Rabarbara- og jarðarberjakaka

Jarðarberja- og rabarbarakaka. Rabarbarinn er bestur í upphafi sumars og fram eftir sumri en sumar tegundir geta trénað eftir því sem á sumarið líður. Rabarbari og jarðarber fara afar vel saman. Svo má líka minna á þetta rabarbarapæ sem fer að teljast klassískt ;)

Rolo ostaterta

Rolo ostaterta. Í stórafmæli á dögunum voru allmargir gestir beðnir að koma með kökur og annað meðlæti með kaffinu. Veitingarnar voru síðan settar á stórt hlaðborð. Ein af þeim tertum sem stóðu uppúr var hálffrosin Rolo ostaterta sem Guðný útbjó eftir uppskrift frá Maríu systur sinni. María símaði til mín uppskriftina frá Neskaupstað. Þessi uppskrift birtist fyrst í Gestgjafanum en er hér lítillega breytt.