Café de Paris – fiskur í ofni

Café de Paris - fiskur í ofni lára björnsdóttir óli óla rúgbrauð ólafur þorkell pálsson steiktur fiskur í raspi
Café de Paris – fiskur í ofni

Café de Paris – fiskur í ofni

Einn vinsælasti rétturinn hjá Láru og Óla er þessi fiskréttur sem fær nafn sitt af sósunni – sem því miður fæst ekki í búðum á Íslandi. EN það má vel nota Bernaise sósu, annað hvort úr pakka eða frá grunni í staðinn. Lára og Óli birgja sig upp af Café de Paris pakkasósu þegar þau fara af landi brott 😉

Einfaldur og góður fiskréttur. Brauð í botninn á formi, þar ofan á steiktur fiskur, næst sósan góða, yfir hana fara soðin hrísgrjón og loks rifinn ostur efst. Síðan eru herlegheitin bökuð í um 15 mín á 170°C og borin fram með góðu rúgbrauði.

FISKUR Í OFNI LÁRA BJÖRNSDÓTTIRÓLA RÚGBRAUÐBERNAISE

.

Ofnbakaður fiskur með Café de Paris sósunni góðu

 

Café de Paris – fiskur í ofni

FISKUR Í OFNI LÁRA BJÖRNSDÓTTIRÓLA RÚGBRAUÐBERNAISE

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Heit súkkulaðiterta

Heit súkkulaðiterta. Heiðurshjónin Kristján og Ragna buðu uppá ljúffenga heita súkkulaðitertu, hún var borin fram með rjómaís og ferskum ávöxtum. Tertan var svo bragðgóð (eða gestirnir gráðugir) að það fórst fyrir að taka mynd af henni áður en við byrjuðum að borða

Klementínukaka – mjúk kaka sem leikur við bragðlaukana

Klementínukaka

Klementínukaka. Mjög bragðgóð terta, mjúk og sem leikur við bragðlaukana. Á okkar dögum fást flestir ávextir hér allt árið um kring, nema þá helst klementínur og mandarínur. Þær minna okkur á að nú styttist til jóla.

Matarborgin Róm á Ítalíu toppar allt og ríflega það

Matarborgin Róm. Vel má mæla með Róm fyrir mataráhugafólk og auk þess drýpur menningin þar af hverju strái og aldagamlar byggingar sjást víða. Segja má að veitingastaðir og kaffihús séu á hverju götuhorni í Rómarborg og rúmlega það. Við Bergþór dvöldum í Róm um áramótin og fórum um borgina að mestu fótgangandi, að meðaltali gengum við um tíu kílómetra á dag. Auðvelt er að fara gangandi á milli helstu ferðamannastaða.

Rauðrófumauk

rauðrófumauk

Rauðrófumauk. Diddú á gríðargott safn góðra uppskrifta og laumar að okkur einni og einni. Þessi kemur frá henni. Rauðrófumaukið er gott ofan á brauð, með ostum eins og hummus.