Auglýsing

Betra líf með hollari mat og ráðum frá Betu næringarfræðingi

Betra líf með hollari mat og ráð frá Betu næringarfræðingi. Það gerist margt á einu ári. Á síðustu 12 mánuðum hef ég verið svo lánsamur að hitta Betu Reynis næringarfræðing reglulega og fara yfir mataræðið og horfa á heilsu mínu meira heildrænt. Það sem ég hef lært er að hitaeiningar og vigt segja ekki alla söguna. Beta hefur kennt mér að hlusta á líkamann og hvernig ákveðnar matarvenjur og hefðir hafa áhrif á heilsuna. Hún var með allskonar vangaveltur um áhrif frá æsku á matarhegðun og hvernig er hægt að leika á vanann sem virðist vera það erfiðasta af þessu öllu. Ég hef lært heilan helling og ennþá get ég átt áhugaverðar samræður við Betu tengt heilsu og hvernig við höfum val að gera eitthvað til að stíga í rétta til að bæta lífsgæðin. Það sem er mikilvægt í ráðgjöfinni er að horfa á heilsuna heildrænt og það þurfa allir þættir að vinna saman eins og and-, félags–, samfélags- og líkamlegir þættir til að ná að raða saman því sem þarf að bæta og laga í eigin heilsufari.

Auglýsing

Betra líf með hollari mat og ráðum frá Betu næringarfræðingi

Núna er Beta á kafi að skoða hvernig hormóna- og boðefnakerfið getur unnið með okkur þegar við eldumst. Þar sem hún er að vinna í Heilsuvernd er stefnan hjá okkur Bergþóri að fara þangað í heilsufarsmælingar og blóðprufu og halda áfram með það skemmtilega verkefni að verða betri útgáfan af okkur sjálfum. Kannski gott að nota orðatiltæki frá Betu en það er að þetta líf lifir sig ekki sjálft og við þurfum að vera ábyrg og meðvituð. Með því er hægt að auka lífsgæðin og minnka líkur á lífsstílstengdum sjúkdómum.

Albert og Elísabet

Haldið áfram að fylgjast með því þetta er okkur mikilvægt að smita út frá okkur og hver og einn er ábyrgur fyrir eigin heilsu. Með réttri aðstoð er hægt að læra meira inn á sig og munum að enginn tveir einstaklingar eru eins og við erum misvel á okkur komin. Beta segir að það klífi hver sitt fjall með eigin tindum og brekkum og hver og einn toppar sig, hættum að bera okkur saman við aðra. Ég hvet alla að huga að heilsu sinni og fara í næringarráðgjöf og ef þið viljið komast til hennar Betu sem ég get kallað í dag góða vinkonu mína þá er hún komin með stofu í Heilsuvernd. Áfram við öll og njótum lífssins.