Auglýsing
Grafinn lax graflaxsósa sósa þuríður Sigurðardóttir þura
Graflax og sósa með

Graflaxsósa Þuríðar Sigurðar

Þuríður Sigurðardóttir söngkona bauð til heljarmikillar veislu. Graflaxinn þótti með eindæmum góður og sósan með honum alveg sérlega bragðgóð. Einföld, fljótleg og góð sósa.

GRAFLAXÞURÍÐUR SIGURÐARLAX

Auglýsing

.

Graflaxsósa

150 ml mæjónes
100 ml sýrður rjómi
1 msk Dijon sinnep
1 msk SS sinnep
1 msk hunang
1 msk dill
1 tsk púðursykur
salt og pipar
sósulitur í dropatali
Sósan er löguð daginn áður en hún er notuð. Rétt áður en sósan er borin fram er hún bragðbætt með þeyttum rjóma. Skreytið með fersku dilli.