Graflaxsósa

Grafinn lax graflaxsósa sósa þuríður Sigurðardóttir þura
Graflax og sósa með

Graflaxsósa Þuríðar Sigurðar

Þuríður Sigurðardóttir söngkona bauð til heljarmikillar veislu. Graflaxinn þótti með eindæmum góður og sósan með honum alveg sérlega bragðgóð. Einföld, fljótleg og góð sósa.

GRAFLAXÞURÍÐUR SIGURÐARLAX

.

Graflaxsósa

150 ml mæjónes
100 ml sýrður rjómi
1 msk Dijon sinnep
1 msk SS sinnep
1 msk hunang
1 msk dill
1 tsk púðursykur
salt og pipar
sósulitur í dropatali
Sósan er löguð daginn áður en hún er notuð. Rétt áður en sósan er borin fram er hún bragðbætt með þeyttum rjóma. Skreytið með fersku dilli.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Apríkósuchutney

Apríkósuchutney 

Apríkósuchutney. Með ostum og kexi er ágætt að hafa apríkósuchutney í staðinn fyrir vínber - eða hafa vinberin líka. Chutneyið er kjörið með kjötréttum og indverskum mat

Spínatsalat með jarðarberjum

Spínatsalat með jarðarberjum. Það má vel hafa sumarleg salöt á öðrum tímum en yfir hásumarið. Nú fæst ferskt gott grænmeti allt árið og æskilegt að fólk borði meira af því. Ef það verður afgangur af salatinu má taka pastað úr og nota restina í bústið.

Daglegt brauð – Café Valný

Á Egilsstöðum er mjög fínt kaffihús sem heitir Café Valný - þangað er gott að koma og heimilislegur bragur á öllu. Maturinn góður og allt útbúið á staðnum. Fólk sem er í matseld alla daga og af lífi og sál.....