Avókadó hrákaka – „Vá, þvílíka kakan!!”

Avókadó hráterta raw kaka avókadó terta raw food cake þorgrímsstaðir
Avókadó hrákaka – „Vá, þvílíka kakan!!”

Avókadó hrákaka – „Vá, þvílíka kakan!!”

Seint hætti ég að dásama hrátertur. Þær eru ekki bara hollar heldur líka ljúffengar. Svo er avókadó fullt af góðum fitum. Þessa fallegu ljósgrænu hollustutertu fór vinkona mín með í vinnuna og einn vinnufélagi hennar sagði „Vá, þvílíka kakan!!”

.

HRÁTERTUR — KAFFIMEÐLÆTIKLÚBBARÉTTIRAVÓKADÓ

.

Avókadó

Avókadó hrákaka

Botn:
1 ½ b kókosmjöl
1 ½ b möndlur
½ tsk salt
350 g döðlur, lagðar í bleyti í 10 mín.
cayenne pipar á hnífsoddi

Fylling:
2 stór avókadó
1/2 b hunang (eða tæplega það)
1/3 b lime safi (eða rúmlega það)
1 dl fljótandi kókosolía

Ferskir ávextir til að skreyta með, kíví, bláber eða annað.

Botn: Malið möndlur í matvinnsluvél, bætið við kókosmjöli, döðlum (hellið vatninu af) og salti.  Setjið hringform á tertudisk og þjappið deiginu þar í. Kælið

Fylling: Blandið öllu saman í matvinnsluvél, þar til hræran er silkimjúk. Hellið yfir botninn kælið í nokkra klukkutíma eða yfir nótt. Skreytið að með einhverju fallegu.

Avókadóterta

.

HRÁTERTUR — KAFFIMEÐLÆTIKLÚBBARÉTTIRAVÓKADÓ

— AVÓKADÓHRÁKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu

 Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu. Nathalía Druzin Halldórsdóttir söngkona og starfsmaður Íslensku óperunnar var í óðaönn að undirbúa frumsýningu Mannsraddarinnar þegar ég rak inn nefið á dögunum. Auðvitað var hún til í að gefa uppskrift af þessu bragðgóða og holla salati. Aðspurð hvort salatið ætti sér einhverja sögu svaraði hún „Í raun bara þá að auka inntöku á baunum og síðan hef ég alltaf verið mjög hrifin af bóghveitigrjónum þ.a saman er þetta snilld ef maður vill hugsa um heilsuna 🙂
Bóghveiti gefur mikið magnsium í kroppinn"

Marengsskál með karamellusósu

Marengsskál

Marengsskál með karamellusósu. Þegar Gúddý býður í kaffi þá fæ ég mér oft á diskinn og veltist svo út... Þó þessi marengsskál Guðrúnar Huldu fari seint á lista yfir ofurhollustukaffimeðlæti þá er.... ja... gaman að vera til :)

Brunch á Essensia – framúrskarandi ljúffengur

Brunch á Essensia - framúrskarandi ljúffengur. Essensia er uppáhaldstaður og nú var kominn tími til að prófa brunchinn, eða dögurðinn, eins og hann er stundum nefndur á íslensku, en um er að ræða marga spennandi eggjarétti. Boðið er upp á þessa nýjung öll laugardags- og sunnudagshádegi kl. 11-15.30. Það má sannarlega mæla með brunch á Essensia og eins og venjulega er tilvalið að panta nokkra rétti og deila, það er stemning í því og forvitnilegt.

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga. Það er gott að vera opinn fyrir nýjungum, sérstaklega þegar þær rekur óvænt á fjörur manns. Gaman að segja frá því að kona að nafni Elín hafði samband og gaf í kjölfarið barnabörnum sínum borðsiðanámskeið hjá okkur. Á dögunum mættu þau prúð og frjálsleg og við ræddum helstu atriði; hvernig er skálað, hvað er gert við servíetturnar, hvernig er haldið á hnífapörum, umræðuefni, uppbrot á þeim o.s.frv. Að lokinni samverunni fengu þau heimaverkefni, eitt verkefni á dag í heila viku og svo hittumst við aftur, fórum yfir hvernig gekk og ræddum almennt um samskipti. Einstaklega falleg ungmenni, sem vekja bjartsýni um hag lands og þjóðar á komandi áratugum.