Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði

HRAFNHILDUR JÓNA GRUNARFJÖRÐUR GRUNDARFIRÐI KVENFÉLAG Döðlu & ólífupestó Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir Kvenfélag Grundarfjörður Gleym-mér-ei Grillaður banani, appelsínu og kanilís
Hrafnhildur Jóna og Albert

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði

Nýlokið er í Grundarfirði tíu daga bæjarbúahátið sem kallast Rökkurdagar, þá gera Grundfirðingar sér glaðan dag. Það kemur víst engum á óvart að harðduglegar kvenfélagskonur í bænum láta sitt ekki eftir liggja núna frekar en oft áður. Samfélagsábyrgð þeirra og ástundun er til fyrirmyndar. Síðasta vetur vorum við Bergþór með fyrirlestur hjá þeim um borðsiði, kurteisi og fleira skemmtilegt og núna fórum við Elísabet næringarfræðingurinn minn vestur og spjölluðum við konurnar í Samkomuhúsinu um mat, mikil áhrif matar á líkamann og margt fleira þessu tengt. Einstaklega líflegar umræður sköpuðust og margt bar á góma allt frá megrunarkaramellum til orkudrykkja
.
.
.
Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur beta reynis
Albert og Elísabet með fyrirlestur í Grundarfirði

Formaður kvenfélagsins, Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir, bauð okkur Betu heim til sín í mat áður en fyrirlesturinn hófst. Þar voru ýmsir smáréttir sem helst má tengja við Miðjarðarhafið. Allt hvert öðru betra og svo heimagerður ís á eftir.

Döðlu & ólífupestó
Döðlu & ólífupestó

Döðlu & ólífupestó

Ein krukka rautt pestó
Hálf krukka fetaostur og smá af olíunni líka
2 dl svartar ólífur gróft saxaðar
3 dl döður, smátt saxaðar
Búnt af steinselju, smátt söxuð
70-80 g af brotnum kasjúhnetum
Tvö pressuð hvítlauksrif eða 1/2 japanskur hvítlaukur
Ólífuolía eftir smekk

Döðlur og hvítlaukur sett í matvinnsluvél og „púlsað“ þangað til dölurnar eru orðnar grófsaxaðar. Fetaosti, pestói og steinselju bætt útí og „púlsað þar til osturinn er vel blandaður við. Því næst er olífum og hnetum bætt út í og ef vill bætt við smá slettu af olíu og allt maukað aðeins meir. 

Mjög gott er að geyma pestóið í kæli í 2-3 tíma áður en það er borið fram.

Uppáhalds meðlæti með er: Væn sneið af íslensku heimabökuðu rúgbrauði, smurt með upphrærðum rjómaosti og döðlupestó ofan á allt saman. Frábært sem snittur.

Rúgbrauð

4 bollar rúgmjöl
2 bollar heilhveiti
2,1 ltr. súrmjólk
500 g síróp
3 tsk salt
3 tsk matarsódi

Allt hrært saman og deigið passar í minni gerð af emeleruðu svörtu steikarpottunum.
Bakað í 9 klst. við 100 gráður.

 

Risotto blanco
Risotto blanco

Risotto blanco (undirstaða)

3 vænir bananaskallott laukar, smátt saxaðir
1 japanskur hvítlaukur
Góð olífuolía
Arborio hrísgrjón, ein góð lúka á mann
Gott hvítvín

1 1/2 ltr. Kjúklingasoð
parmesan ostur

Fyrst er að sjóða upp kjúklingasoðið. Það er svo látið standa og rétt malla í potti við hlið pönnunar á meðan grjónin eru soðin, hafið ausu tilbúna til að ausa regluelga yfir grjónin. Það tekur um 20 mín. að gera gott risotto og það þarf að hræra í allan tímann, smá vinna er alveg vel þess virði.
Laukur og hvítlaukur er svissaður í olífuolíu á stórri pönnu þar til hann er glær. Hrísgrjónum er svo bætt út í og hrært vel þannig að grjónin þekist vel af olíu og lauk. Hvítvíni er hellt yfir og hér fer magnið af því eftir hve mikið af grjónum er eldað en það þarf að vera nóg til að grjónin drekki vel í sig vökvann, hrært vel í á meðan. Þegar vínið er svo til horfið í grjónin er ein ausa af soði hellt yfir og hrært í þar til soðið er nánast uppurið á pönnunni. Þetta er svo endurtekið þangað til grjónin eru orðin mjúk en þétt undir tönn. Ekki má skella öllu soðinu út í í einu til að flýta fyrir, það eyðileggur eiginleika grjónanna til að verða kremuð og góð.
 Að síðustu er svo vænum skammti af permesan osti rifið yfir herlegheitin og hrært saman við og loki skellt yfir. Látið standa í 3 mín og borið fram.

Þetta er s.s. undirstöðuuppskrift af Risotto, kallað blanco (hvítt risotto) Við það er svo hægt að prjóna allra handa útgáfur og gera t.d. sveppa, Chorizo, aspas og bauna. Eiginlega endalaust hægt að bragðbæta þessi yndislegu grjón. Þegar ég geri það þá steiki ég alltaf fyrst á pönnunni það sem ég ætla að bragðbæta grjónin með, t.d. sveppina. Fiska það svo upp úr og set til hliðar en passa upp á að olían sem nú er komin með bragðið af sveppunum verði eftir á pönnunni og byrja svo aðferðina hér að ofan með lauknum…Þegar ég er svo alveg að verða búin að sjóða grjónin bæti ég sveppunum út í og hræri með. Þurrkaðir villisveppir eru líka mjög góðir í þetta og þá nota ég vatnið sem ég legg þá í, í fyrstu ausu.

Grillaðar og marineraðar paprikur
Grillaðar og marineraðar paprikur

Grillaðar og marineraðar paprikur

3 paprikur að eigin vali
Kapers ca. 1/2 krukka eða eftir smekk
1 rauðlaukur þunnt skorinn
Olífuolíasalt og pipar að smekk

Paprikan er grilluð svört, ef þið hafið ekki möguleika á því er líka hægt að kaupa grillaða papriku í krukku en það gefur henni nándar nærri eins gott bragð. Til að ná sem mestu brennda skinninu af paprikunni er best að setja hana beint í plastpoka og loka vel og bíða í ca. 10-15 mín. Þá er mjög einfalt að ná svarta skinninu af, til að ná því svo alveg er gott að skola og nudda restinni af. Paprikan er því næst fræhreinsuð og skorin niður í strimla og sett í skál. Rauðlauk og kapers sett yfir og hrært saman með olíu, salt og pipar. Látið kólna alveg og svo sett inn í ísskáp í góða 2 tíma til að allt riðji sig vel saman. Frábært með allskonar smáréttum, á baquettebrauð o.s.frv.
.
Grillaður banani, appelsínu og kanilís
Grillaður banani, appelsínu og kanilís

Grillaður banani, appelsínu og kanilís

5 þroskaðir bananar
gott fljótandi hunang
3 tsk kanill
2 appelsínur
250 g hrein jógúrt
300 ml mjólk

Bananarnir skornir endilangir og settir í eldfast mót,
2 tsk. kanil og hunang og safanum af annarri appelsínunni hellt yfir og sett í 170 gr. heitann ofn í ca. 20 mín eða þangað til bananarnir eru orðnir mjúkir og gullnir. Að því loknu er bananinn með öllu appelsínuhunangsgóssinu úr eldfasta mótinu skellt í matarvinnsluvél og hrært vel, rifnum appelsínuberki af báðum appelsínunum bætt við og mjólk og jógúrt bætt út í. Allt hrært afar vel og hér má smakka sig til með að bæta út í, annað hvort safanum af hinni appelsínunni, smá kanil eða hunang. Athugið að það kemur meira bragð fram þegar blandan er fryst.
 Ef þið eigið ísvél er upplagt að nota hana í þetta en ef ekki þá er að setja blönduna í frost og hræra í nokkrum sinnum á ca. hálftíma til klukkutíma fresti þar til ísinn hefur frosið.
.
..
.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.