Karrýkókospottréttur

Karrýkókospottréttur karrý grænmetisréttur linsubaunir ísafjörður kókosmjólk sætar kartöflur bananar grænmetisréttur spergilkál kóriander
Karrýkókospottréttur

Karrýkókospottréttur

Sumir réttir eru þannig að það er engu líkara en þeir breyti lífi manns, áhrifin verða svo mikil og eftirminnileg. Það á við um þennan grænmetispottrétt. Á fögru síðsumarskvöldi í gömlu húsi á Ísafirði bragðaði ég hann fyrst og át yfir mig…

.

GRÆNMETISRÉTTIRÍSAFJÖRÐURPOTTRÉTTIRVEGAN

.

Karrýkókospottréttur

3 laukar
2 dl jómfrúarólífuolía
500 g sætar kartöflur
500 g spergilkál
1 rauð paprika
2 gulrætur
2 tómatar
1-2 msk. grænmetiskraftur
2 dl vatn
2-3 msk. ferskt kóriander
400 ml kókosmjólk
200 g soðnar linsubaunir
2 bananar
1-2 msk. karrímauk eða karríduft.

Skerið allt grænmetið í hæfilega stóra bita, ekki of litla. Hitið olíuna í stórum potti, látið karríið og laukinn út í og steikið um stund. Bætið við gulrótum, sætum kartöflum, spergilkáli, papriku, tómötum, grænmetiskrafti og vatni. Sjóðið í um 20 mínútur við lágan hita. Bætið þá kóríander, kókosmjólk, soðnum linsubaunum, karríi og banönum út í. Látið sjóða í nokkrar mínútur til viðbótar. Saltið og piprið ef þarf. Berið fram með hrísgrjónum.

.

GRÆNMETISRÉTTIRÍSAFJÖRÐURPOTTRÉTTIR

— KARRÝKÓKOSPOTTRÉTTUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.