Laufabrauðssnittur – fallegar og góðar

Kvenfélag Grímsness Grímsneshreppur Laufabrauðssnittur – fallegar og góðar þóranna Lilja Snorradóttir laufabrauð hangikjöt hrátt
Laufabrauðssnittur

Laufabrauðssnittur – fallegar og góðar

Laufabrauðssnittur eru hið mesta og besta hnossgæti – bæði fallegar og góðar. Heiðurinn af snittunum góðu á Þóranna Lilja Snorradóttir „Best er að sjálfsögðu að nota heimasteikt laufabrauð þar sem það er bragðmeira en það sem maður fær út í búð. Ég passa að afskorningarnir séu meira eins og smásnittur og safna þeim svo  í bauk (krakkarnir fá litið sem ekkert og eru nú ekkert sérstaklega ánægðir með það).”

— SNITTURLAUFABRAUÐKVENFÉLÖGGRÍMSNES

.

Makkarónuhringur

4 egg
1 bolli rjómi
1 bolli mjólk
250 gr makkarónur ( soðnar)
salt
2 tsk sykur
brauðrasp

Egg, rjómi og mjólk pískað saman og salti og sykri bætt út í. Heitum makkarónunum bæt í og hrært í. Sett í smurt brauðraspað form og brauðraspi stráð yfir. Bakað í 180 gráða heitum ofni í ca klst. Látið kólna og skerið í þunnar sneiðar.

Þá er að setja þetta saman:
Laufabrauð
Makkaronuhringur
Rifsberjahlaup/ bláberjasulta
Þurrkað nautakjöt/ tvíreykt hangikjöt/ grafin (heitreykt) gæsabringa.
Bláber til skrauts.

Kvenfélag Grímsness Grímsneshreppur
Laufabrauðssnitturnar kom Þóranna Lilja með á hlaðið kaffiborð hjá kvenfélagskonum í Grímsnesinu. Þóranna er á milli Páls og Bergþórs

— SNITTURLAUFABRAUÐKVENFÉLÖGGRÍMSNES

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.