Laufabrauðssnittur – fallegar og góðar

Kvenfélag Grímsness Grímsneshreppur Laufabrauðssnittur – fallegar og góðar þóranna Lilja Snorradóttir laufabrauð hangikjöt hrátt
Laufabrauðssnittur

Laufabrauðssnittur – fallegar og góðar

Laufabrauðssnittur eru hið mesta og besta hnossgæti – bæði fallegar og góðar. Heiðurinn af snittunum góðu á Þóranna Lilja Snorradóttir „Best er að sjálfsögðu að nota heimasteikt laufabrauð þar sem það er bragðmeira en það sem maður fær út í búð. Ég passa að afskorningarnir séu meira eins og smásnittur og safna þeim svo  í bauk (krakkarnir fá litið sem ekkert og eru nú ekkert sérstaklega ánægðir með það).”

— SNITTURLAUFABRAUÐKVENFÉLÖGGRÍMSNES

.

Makkarónuhringur

4 egg
1 bolli rjómi
1 bolli mjólk
250 gr makkarónur ( soðnar)
salt
2 tsk sykur
brauðrasp

Egg, rjómi og mjólk pískað saman og salti og sykri bætt út í. Heitum makkarónunum bæt í og hrært í. Sett í smurt brauðraspað form og brauðraspi stráð yfir. Bakað í 180 gráða heitum ofni í ca klst. Látið kólna og skerið í þunnar sneiðar.

Þá er að setja þetta saman:
Laufabrauð
Makkaronuhringur
Rifsberjahlaup/ bláberjasulta
Þurrkað nautakjöt/ tvíreykt hangikjöt/ grafin (heitreykt) gæsabringa.
Bláber til skrauts.

Kvenfélag Grímsness Grímsneshreppur
Laufabrauðssnitturnar kom Þóranna Lilja með á hlaðið kaffiborð hjá kvenfélagskonum í Grímsnesinu. Þóranna er á milli Páls og Bergþórs

— SNITTURLAUFABRAUÐKVENFÉLÖGGRÍMSNES

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Berg og Þula á Dalvík

Berg og Þula IMG_4278

Þula, café - bistro. Á Dalvík er hið glæsilega Menningarhús Berg. Þar reka heiðurshjónin Gréta og Júlíus veitingastaðinn Berg. Júlli kallar ekki allt ömmu sína, ætli megi ekki segja að hann sé Dalvíkurkonungurinn (allavega prinsinn). Júlli kom Fiskideginum mikla á fót ásamt fleirum. Hann drífur hlutina áfram á jákvæðan hátt með sína góðu konu sér við hlið. Hef sagt það áður og segi enn að það ætti að vera a.m.k. einn Júlli Júll í hverjum bæ.

Grafin rjúpa, lax, nautasteik og After-Eight-perur í afmælisveislu Kristjáns Guðmundar

Heiðurspilturinn Kristján Guðmundur hélt glæsilega upp á tvítugsafmælið sitt, eins og við var að búast. Fyrst voru tveir forréttir, grafinn lax og grafin rjúpa, þá nautasteik með hunangsgljáðum sveppum, rótargrænmeti og sveppasósu og loks After Eigh perur í eftirrétt.  Í hádeginu á afmælisdaginn fórum við Kristján Guðmundur út að borða á Apótekinu og hann fékk í afmælisgjöf Borðsiðanámskeið 101. Hann útskrifaðist með láði

Döðlunammi Elvu Óskar – alveg suddalega gott

Döðlunammi Elvu Óskar. Var svo ljónheppinn að vera „óvart" staddur í Óperunni þegar aðstendur óperunnar Mannsraddarinnar gerðu sér glaðan dag með ýmsu góðgæti (lesist: #éggerðimérferðþangaðþegarégfréttiaföllukaffimeðlætinu) Óperan Mannsröddin (La Voix Humaine) eftir Francis Poulenc, er byggð á samnefndu leikriti eftir Jean Cocteau. Óperan er ljóðrænn harmleikur í einum þætti sem fjallar um síðasta símtal konu til elskhuga síns sem hefur fundið ástina annars staðar.

Klementínukaka – mjúk kaka sem leikur við bragðlaukana

Klementínukaka

Klementínukaka. Mjög bragðgóð terta, mjúk og sem leikur við bragðlaukana. Á okkar dögum fást flestir ávextir hér allt árið um kring, nema þá helst klementínur og mandarínur. Þær minna okkur á að nú styttist til jóla.