Laufabrauðssnittur – fallegar og góðar

Kvenfélag Grímsness Grímsneshreppur Laufabrauðssnittur – fallegar og góðar þóranna Lilja Snorradóttir laufabrauð hangikjöt hrátt
Laufabrauðssnittur

Laufabrauðssnittur – fallegar og góðar

Laufabrauðssnittur eru hið mesta og besta hnossgæti – bæði fallegar og góðar. Heiðurinn af snittunum góðu á Þóranna Lilja Snorradóttir „Best er að sjálfsögðu að nota heimasteikt laufabrauð þar sem það er bragðmeira en það sem maður fær út í búð. Ég passa að afskorningarnir séu meira eins og smásnittur og safna þeim svo  í bauk (krakkarnir fá litið sem ekkert og eru nú ekkert sérstaklega ánægðir með það).”

— SNITTURLAUFABRAUÐKVENFÉLÖGGRÍMSNES

.

Makkarónuhringur

4 egg
1 bolli rjómi
1 bolli mjólk
250 gr makkarónur ( soðnar)
salt
2 tsk sykur
brauðrasp

Egg, rjómi og mjólk pískað saman og salti og sykri bætt út í. Heitum makkarónunum bæt í og hrært í. Sett í smurt brauðraspað form og brauðraspi stráð yfir. Bakað í 180 gráða heitum ofni í ca klst. Látið kólna og skerið í þunnar sneiðar.

Þá er að setja þetta saman:
Laufabrauð
Makkaronuhringur
Rifsberjahlaup/ bláberjasulta
Þurrkað nautakjöt/ tvíreykt hangikjöt/ grafin (heitreykt) gæsabringa.
Bláber til skrauts.

Kvenfélag Grímsness Grímsneshreppur
Laufabrauðssnitturnar kom Þóranna Lilja með á hlaðið kaffiborð hjá kvenfélagskonum í Grímsnesinu. Þóranna er á milli Páls og Bergþórs

— SNITTURLAUFABRAUÐKVENFÉLÖGGRÍMSNES

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Quiche Lorraine – franska góða bakan

QUICHE LORRAINE - franska bakan góða. Bergþór kom austur og bakaði skínandi böku, sem gerði gríðarlega lukku. Hann samþykkti að deila uppskriftinni með lesendum alberteldar, ef hann fengi Nutella-pizzu í eftirrétt.

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði. Glútein, mjólkurvörur, koffín og sykur er meðal þeirra efna sem fólk, sem glímir við þunglyndi, ætti að forðast til að bæta líðan sína. Þrír þunglyndissjúklingar sýndu verulegar framfarir eftir sex mánaða meðferð þar sem þeir voru fræddir um mikilvægi mataræðis fyrir geðheilsu og farið var í reglulegar gönguferðir.