Auglýsing
Kvenfélag Grímsness Grímsneshreppur Laufabrauðssnittur – fallegar og góðar þóranna Lilja Snorradóttir laufabrauð hangikjöt hrátt
Laufabrauðssnittur

Laufabrauðssnittur – fallegar og góðar

Laufabrauðssnittur eru hið mesta og besta hnossgæti – bæði fallegar og góðar. Heiðurinn af snittunum góðu á Þóranna Lilja Snorradóttir „Best er að sjálfsögðu að nota heimasteikt laufabrauð þar sem það er bragðmeira en það sem maður fær út í búð. Ég passa að afskorningarnir séu meira eins og smásnittur og safna þeim svo  í bauk (krakkarnir fá litið sem ekkert og eru nú ekkert sérstaklega ánægðir með það).”

— SNITTURLAUFABRAUÐKVENFÉLÖGGRÍMSNES

.

Makkarónuhringur

4 egg
1 bolli rjómi
1 bolli mjólk
250 gr makkarónur ( soðnar)
salt
2 tsk sykur
brauðrasp

Egg, rjómi og mjólk pískað saman og salti og sykri bætt út í. Heitum makkarónunum bæt í og hrært í. Sett í smurt brauðraspað form og brauðraspi stráð yfir. Bakað í 180 gráða heitum ofni í ca klst. Látið kólna og skerið í þunnar sneiðar.

Þá er að setja þetta saman:
Laufabrauð
Makkaronuhringur
Rifsberjahlaup/ bláberjasulta
Þurrkað nautakjöt/ tvíreykt hangikjöt/ grafin (heitreykt) gæsabringa.
Bláber til skrauts.

Kvenfélag Grímsness Grímsneshreppur
Laufabrauðssnitturnar kom Þóranna Lilja með á hlaðið kaffiborð hjá kvenfélagskonum í Grímsnesinu. Þóranna er á milli Páls og Bergþórs

— SNITTURLAUFABRAUÐKVENFÉLÖGGRÍMSNES

.

Auglýsing