
Karamellutertan góða
Það leikur allt í höndunum á Þuríði Sigurðardóttur, söngkonu með einstakt lag bæði á tónlist og veisluhöldum. Hún er ein af þeim sem auðvelt er að fá matarást á – hvort sem það er með hlýlegri framkomu, smekklegum réttum eða einfaldlega þeirri gleði sem hún leggur í allt sem hún gerir. Þessa ægigóðu karamellutertu bauð hún nokkrum vinum í veislu, og hún sló algjörlega í gegn. Þetta er terta sem fer beint í safnið „bakað með ást“.
— KARAMELLU… — KORNFLEX — ÞURÍÐUR SIGURÐAR — TERTUR — KAFFIBOÐ —
.
Karamellutertan góða
Botnar
3 egg
1 bolli sykur
100 g möndluflögur
1 bolli mulið Corn Flakes
1 tsk lyftiduft
100 g suðusúkkulaði, skorið í bita
Þeytið egg og sykur vel saman þar til létt og ljós blanda fæst.
Bætið möndluflögum, muldu Corn Flakes, lyftidufti og súkkulaðibitunum saman við og hrærið varlega.
Setjið deigið í tvö 25 cm smelluform með bökunarpappír í botninum.
Bakið í miðjum ofni við 175°C í um 20 mínútur, eða þar til botnarnir eru bakaðir í gegn.
Leyfið þeim að kólna.
Karamellubráð
2 dl rjómi
½ bolli sykur
2 msk sýróp
30 g smjör
Vanilludropar, eftir smekk
1 eggjarauða
Setjið rjóma, sykur og sýróp í pott – helst ekki of lítinn, þar sem blandan sýður auðveldlega upp úr.
Látið suðuna koma upp og sjóðið við meðalhita, hrærið stöðugt þar til blandan þykknar.
Takið pottinn af hellunni og bætið smjörinu saman við.
Bragðbætið með vanilludropum.
Látið blönduna kólna örlítið og hrærið þá eggjarauðunni varlega saman við.
Samsetning
Flettið bökunarpappírnum af botnunum þegar þeir eru orðnir kaldir.
Leggið karamellubráðina á milli botnanna.
Bræðið 100 g suðusúkkulaði og hellið yfir tertuna.
Látið kólna og harðna.
Berið fram með þeyttum rjóma.
Athugið:
Það er upplagt að frysta tertuna. Ef hún er fryst er best að setja súkkulaðið yfir eftir að hún hefur þiðnað.
Karamellutertan góða

🌸
— KARAMELLU… — KORNFLEX — ÞURÍÐUR SIGURÐAR — TERTUR — KAFFIBOÐ —
🌸🌸




Getur ú gefið mér góða uppskrift af Eplaköku sem er með súrum eplum og svolítið CryspySelma
Ef þú slærð inn EPLAKAKA í leitargluggann koma upp átján færslur
Takk fyrir ég fin eitthvað út úr þessu gott að vera í sambandi við þig Selma….
Comments are closed.