Karamellutertan góða

Kornflexterta, Korn fleks, terta, kaffimeðlæti, Þuríður Sigurðardóttir, kaka kaffimeðlæti þura söngkona
Karamellutertan góða

Karamellutertan góða

Þuríður Sigurðardóttir söngkonan skemmtilega var með þessa ægigóðu tertu er hún bauð nokkrum vinum til veislu. Færslan um matarboðið er HÉR

— KARAMELLU… — KORNFLEXÞURÍÐUR SIGURÐARTERTURKAFFIBOÐ

.

KARAMELLUTERTA

3 egg
1 bolli sykur
100 g möndluflögur
1 bolli mulið Corn Flakes
1 tsk lyftiduft
100 g suðusúkkulaði, skorið í bita
Þeytið vel sama egg og sykur, bætið við  möndluflögum, Cornflexi, lyftidufti og súkkulaði. Setjið í tvö 25 sm form, með bökunarpappír í botninum.
Bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 20 mín. við 175°C.

Karamellubráð:
2 dl rjómi
½ bolli sykur
2 msk sýróp

Soðið saman – Betra að hafa pottinn ekki mjög lítinn, það sýður auðveldlega uppúr. Hrærið stöðugt í blöndunni þar til hún hefur þykknað. Þá er hún tekin af hellunni og bætt út í 30 gr. smjör, vanilludropum og loks eggjarauðu, þegar blandan hefur kólnað aðeins.
Þegar botnarnir hafa kólnað er bökunarpappírnum flett af og karamellubráðin lögð á milli botnanna. Að lokum fara 100 gr. brætt suðusúkkulaði yfir tertuna og látið kólna. Borin fram með þeyttum rjóma.
Það er upplagt að frysta þessa tertu en þá fer súkkulaðið yfir þegar hún hefur þiðnað.

Karamellutertan góða

 

Karamellutertan góða þuríður sigurðar
Þuríður Sigurðardóttir

🌸

— KARAMELLU… — KORNFLEXÞURÍÐUR SIGURÐARTERTURKAFFIBOÐ

— KARAMELLUTERTAN GÓÐA —

🌸🌸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eplasósa með salatinu

Eplasósa með salatinu. Fórum í langan hjólatúr í morgun. Komum við hjá Þóru Fríðu, þáðum góðgerðir og skoðuðum nokkrar matreiðslubækur. Í bók sem Happ gaf út fyrir ekki löngu fann ég þessa uppskrift. Hún er hér lítillega breytt.

Kaffimeðlæti í fermingarveisluna – hugmyndir

Fermingarveisla2015

Kaffimeðlæti í fermingarveisluna. Heimagerðar veitingar í fermingarveislum eru alltaf hlýlegar, þó að vissulega sé þægilegast að fá þær sendar heim. Aftur á móti er ekki gaman að taka á móti gestunum með sveittan skallann. Góð skipulagning er því höfuðatriði. Fyrst þarf að ákveða hvað á að bjóða upp á og vert að hafa í huga að fjöldi sorta er ekki sama og gæði. Hentugast og best er að hafa fáar, en góðar! Valið er því mikilvægt.

Rabarbari með kókosbollum

Rabarbari kókosbollur

Rabarbari með kókosbollum. Völu kókosbollur hafa nokkrum sinnum áður komið við sögu á þessari síðu. Þannig er að frænka mín á verksmiðjuna og hún á það til að færa okkur splunkunýjar kókosbollur, þá gleymum við öllu heilsu- og hollustutali og "dettum í það" Frænkan er kölluð Kolla og er hér á bæ oftast nefnd Kolla-Kókosbolla (en farið ekki með það lengra...)