Gæsaveislur eru skemmtilegar

Gæsaveislur og steggjaveislur – frjálslegar veislur

Í gegnum tíðina höfum við reglulega verið beðnir að taka á móti gæsadömum, vinkonum sem eru að gæsa tilvonandi brúði. Þetta eru alltaf hinir skemmtilegustu hittingar, allt frjálslegt og ýmislegt látið flakka. Á dögunum hittum við eina sem rifjaði upp að hér hefði hún gert ýmislegt sem var henni enn í fersku minni eins og að prjóna, brjóta servíettur og hvernig á að skála. Það er einstaklega gaman að taka þátt í slíkri gleði með nánustu vinkonum tilvonandi brúðar já og brúðguma líka því stundum höfum við hitt hressa pilta sem steggja.

💟

Er áhugi á gæsa/steggjaveislu? eða matarveislu hjá Bergþóri og Albert

Gæsapartý gæsun vinkonur að gæsa gifting brúður
Hress gæsahópur

Þessi skemmtilegi siður að gæsa og steggja hefur tekið þó nokkrum breytingum á eftir því sem árin hafa liðið. Kannski sem betur fer segja margir. Í lok síðustu aldar þegar siðurinn fór að ryðja sér til rúms hér á landi var lenska að ganga verulega fram af viðkomandi eða hrekkja næstum því til að hræða líftóruna úr tilvonandi brúði/brúðguma. Já það hefur margt breyst til batnaðar og ekki allt sem var betra „í gamla daga”.

Bráðhressar dömur í gæsaveislu

GIFTINGARVEISLUSTJÓRARVEISLUR BERGÞÓRS & ALBERTS

— SKEMMTILEGAR GÆSAVEISLUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.