Gæsaveislur eru skemmtilegar

Gæsaveislur og steggjaveislur – frjálslegar veislur

Í gegnum tíðina höfum við reglulega verið beðnir að taka á móti gæsadömum, vinkonum sem eru að gæsa tilvonandi brúði. Þetta eru alltaf hinir skemmtilegustu hittingar, allt frjálslegt og ýmislegt látið flakka. Á dögunum hittum við eina sem rifjaði upp að hér hefði hún gert ýmislegt sem var henni enn í fersku minni eins og að prjóna, brjóta servíettur og hvernig á að skála. Það er einstaklega gaman að taka þátt í slíkri gleði með nánustu vinkonum tilvonandi brúðar já og brúðguma líka því stundum höfum við hitt hressa pilta sem steggja.

💟

Er áhugi á gæsa/steggjaveislu? eða matarveislu hjá Bergþóri og Albert

Gæsapartý gæsun vinkonur að gæsa gifting brúður
Hress gæsahópur

Þessi skemmtilegi siður að gæsa og steggja hefur tekið þó nokkrum breytingum á eftir því sem árin hafa liðið. Kannski sem betur fer segja margir. Í lok síðustu aldar þegar siðurinn fór að ryðja sér til rúms hér á landi var lenska að ganga verulega fram af viðkomandi eða hrekkja næstum því til að hræða líftóruna úr tilvonandi brúði/brúðguma. Já það hefur margt breyst til batnaðar og ekki allt sem var betra „í gamla daga”.

Bráðhressar dömur í gæsaveislu

GIFTINGARVEISLUSTJÓRARVEISLUR BERGÞÓRS & ALBERTS

— SKEMMTILEGAR GÆSAVEISLUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bakað úr rabarbara – 9 ómótstæðilegar uppskriftir

Bakað úr rabarbara - 9 ómótstæðilegar uppskriftir. Nýtum endilega rabarbarann sem vex svo víða. Hér eru níu hugmyndir að kaffimeðlæti þar sem rabarbari kemur við sögu. Bíðum ekki - bökum og bjóðum í kaffi :) Í öllum bænum deilið til fólks sem á rabarbara en veit ekki alveg hvað það á að gera við hann

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Terturánið mikla 17. júní 1994

Terturánið mikla 17. júní 1994. Þann 17. júní 1994 var haldið upp á 50 ára afmæli lýðveldisins Íslands. Það er víst óhætt að segja að fólk eigi misgóðar minningar frá deginum. Stærsta og frægasta umferðarteppa Íslandssögunnar náði frá Reykjavík til Þingvalla. Á þessum degi var ég heima á Brimnesi og fór með nokkra barnunga vinnumenn í fjallgöngu.

Georg Georgsson, læknir, konsúll og yfirmaður Franska spítalans

Georg Georgsson, læknir, konsúll og yfirmaður Franska spítalans á Fáskrúðsfirði, þótti með færustu læknum á sinni tíð og ferðaðist ítrekað utan að tileinka sér nýjungar í læknavísindum. Til þess var tekið hve mikil reisn og höfðingsskapur var yfir læknisheimilinu. Húsbúnaður, matföng og dýrindis vín komu beinustu leið frá Frakklandi og sjálfur þótti húsbóndinn vera holdtekja franskrar menningar á staðnum.