Nýsteiktar kleinur og margt fleira gott hjá Kvenfélagi Selfoss

Nýsteiktar kleinur og margt fleira gott í kaffiboði hjá kvenfélagi Selfoss þjóðlegt íslenskt kaffimeðlæti

Það er blómleg og öflug starfsemi hjá Kvenfélagi Selfoss eins og hjá fleiri kvenfélögum hér á landi.  Afar létt var yfir félagskonum þegar við Bergþór spjölluðum við þær á síðasta fundi. Eftir spjallið, og áður en við gæddum okkur á kaffimeðlætinu, var vorinu fagnað með því að syngja saman Lóan er komin

Kvenfélag Selfoss kvenfélagið Birna Sverrisdóttir á selfossi kvenfélagskonur konur í kvenfélögum

Birna Sverrisdóttir stóð í ströngu fyrir fundinn og steikti kleinur af miklum móð. Hún tók vel í að deila uppskriftinni og sendi okkur heim með stóran poka af nýsteiktum kleinum.

Kleinuuppskrift
2 kg hveiti
4 dl sykur
10 tsk lyftiduft
300 g smjörlíki brætt
5 egg
1 ltr. AB mjólk
Hrærið egg, AB-mjólk og smjörlíki saman
Bætið við hveiti, sykri og lyftidufti hnoðið sem minnst. Fletjið deigið út, skerið og snúið uppá. Steikið í vel heitri djúpsteikingarfeiti.

Páll Bergþórsson Albert Eiríksson

Kvenfélag Selfoss stofnað 1948

fyrirlestur, kvenfélög, Albert, Bergþór, borðsiðir, kurteisi

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.