Það er blómleg og öflug starfsemi hjá Kvenfélagi Selfoss eins og hjá fleiri kvenfélögum hér á landi. Afar létt var yfir félagskonum þegar við Bergþór spjölluðum við þær á síðasta fundi. Eftir spjallið, og áður en við gæddum okkur á kaffimeðlætinu, var vorinu fagnað með því að syngja saman Lóan er komin
Birna Sverrisdóttir stóð í ströngu fyrir fundinn og steikti kleinur af miklum móð. Hún tók vel í að deila uppskriftinni og sendi okkur heim með stóran poka af nýsteiktum kleinum.
Kleinuuppskrift
2 kg hveiti
4 dl sykur
10 tsk lyftiduft
300 g smjörlíki brætt
5 egg
1 ltr. AB mjólk
Hrærið egg, AB-mjólk og smjörlíki saman
Bætið við hveiti, sykri og lyftidufti hnoðið sem minnst. Fletjið deigið út, skerið og snúið uppá. Steikið í vel heitri djúpsteikingarfeiti.