Nýsteiktar kleinur og margt fleira gott hjá Kvenfélagi Selfoss

Nýsteiktar kleinur og margt fleira gott í kaffiboði hjá kvenfélagi Selfoss þjóðlegt íslenskt kaffimeðlæti

Nýsteiktar kleinur og margt fleira gott hjá Kvenfélagi Selfoss

Það er blómleg og öflug starfsemi hjá Kvenfélagi Selfoss eins og hjá fleiri kvenfélögum hér á landi.  Afar létt var yfir félagskonum þegar við Bergþór spjölluðum við þær á síðasta fundi. Eftir spjallið, og áður en við gæddum okkur á kaffimeðlætinu, var vorinu fagnað með því að syngja saman Lóan er komin.

KLEINURKVENFÉLÖG — TERTURSELFOSS

.

Kvenfélag Selfoss kvenfélagið Birna Sverrisdóttir á selfossi kvenfélagskonur konur í kvenfélögum

Kleinur

Birna Sverrisdóttir stóð í ströngu fyrir fundinn og steikti kleinur af miklum móð. Hún tók vel í að deila uppskriftinni og sendi okkur heim með stóran poka af nýsteiktum kleinum.

Kleinuuppskrift

2 kg hveiti
4 dl sykur
10 tsk lyftiduft
300 g smjörlíki brætt
5 egg
1 ltr. AB mjólk
Hrærið egg, AB-mjólk og smjörlíki saman
Bætið við hveiti, sykri og lyftidufti hnoðið sem minnst. Fletjið deigið út, skerið og snúið uppá. Steikið í vel heitri djúpsteikingarfeiti.

Páll Bergþórsson Albert Eiríksson

Kvenfélag Selfoss stofnað 1948

fyrirlestur, kvenfélög, Albert, Bergþór, borðsiðir, kurteisi

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Riz à l’amande eftirréttur

Riz à l'amande eftirréttur

Riz à l'amande eftirréttur. Í gamla daga þótti mikil upphefð fyrir ungar stúlkur að komast á kvennaskóla í Kaupmannahöfn. Stuðmannasöngkonan unglega Ragnhildur Gísladóttir sagði mér frá þessum eftirrétti en hann kom með ungri íslenskri stúlku til landsins fyrir langa langa löngu.