Carl A. Tulinius kaupmaður og franskur konsúll

 

árni jónasson frá svínaskála svínaskáli Minnisvarði um Carl Andreas Tulinius Un monument de Carl A. Tulinius Carl Andreas Tulinius kaupmaður og franskur konsúll ræðismaður sjólyst Fáskrúðsfjörður franskir sjómenn fransmenn á íslandi fransmenn eskifjörður tulíníus konsúll ræðismaður
Carl A. Tulinius kaupmaður og franskur konsúll, fæddist 14. apríl árið 1864. Carl Tulinius était marchand et agent consulaire de France à Fáskrúðsfjörður

Carl A. Tulinius kaupmaður og franskur konsúll

Á einokunarárunum tilheyrði Fáskrúðsfjörður kaupsviði Reyðarfjarðar, og á fyrrihluta 19. aldar sóttu Fáskrúðsfirðingar enn verslun þangað, einkum til Eskifjarðar. En á síðasta fjórðungi aldarinnar settu bæði Örum og Wulff og Carl Daníel Tulinius á Eskifirði upp verslanir. Tulinius byggði húsið Sjólyst árið 1884 og hóf þar verslun.
Sonur Carls Daníels, Carl Andreas Tulinius (1864–1901) var kaupmaður, fyrst höndlaði hann í Sjólyst en reisti Tanga 1895, bjó þar og rak blómlega verslun. Auk þess var hann ræðismaður Frakka. Carl lést ungur, ógiftur og barnlaus. „lipur maður og mætavel látinn, glaðvær og gestrisinn” segir í Ísafold.

🇮🇸 🇫🇷

FÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIR SJÓMENN SJÓLYSTFRAKKLANDKONSÚLAR

🇮🇸 🇫🇷

Minnisvarði um Carl Andreas Tulinius Un monument de Carl A. Tulinius Carl Andreas Tulinius (1864-1901) était marchand et agent consulaire de France à Faskrudsfjord. Il construit Tangi en 1893, où il a habité et fait du commerce (G1). Le gouvernement français a erigé le monument de M. Tulinius. Il était inauguré le 28 août 1902 avec beaucoup de monde, des discours prononcés et deux poèmes chantés que l’abbé M. Jochumsson composait à l’occasion de cela.
Minnisvarði um Carl Andreas Tulinius Un monument de Carl A. Tulinius

Vinir hans með aðstoð frá frönskum yfirvöldum reistu honum minnisvarða fyrir ofan Tanga. Minnisvarðinn var afhjúpaður í ágúst 1902 að viðstöddu fjölmenni, ræður fluttar og tvö kvæði sem Matthías Jochumsson, hafði ort af þessu tilefni, sungin.

Já, það er “tæpt að trúa heimsins glaumi”,
Því tímans börn ei ráða næturstað,
og þeim, sem hér í tímans standa straumi,
er stefnt með tárum nú að sanna það.
Svo margan sælan sólskinsblett í heiði
Vér sáum með þér, vinur hjartakær!
En blæjan dökkva hylur þig hinn þreyði,
og þó svo nærri stendur mynd þín skær.
. . . . .

Heill þér, vin, á helgri stund,
hér á þinni óðalsgrund!
Bæði mynd og minning þín
munarfagurt við oss skín.
Lít nú þína landnámssveit,
lít á eigin verkareit!
Kom nú heill að halda vörð
hér við Skrúðsins gamla fjörð!
. . . . .

Þegar ein öld var liðin frá afhjúpun minnisvarðans um Carl A. Tulinius var þess minnst, á táknrænan hátt.

Í útförinni Carls sagði presturinn m.a: Hann var elskaður af öllum sem höfðu nákomin kynni af honum, og öllum sem þekktu hann aðeins lauslega, þótti vænt um hann. Hann var elskulegur og góður sonur foreldra sinna, ástríkur bróðir og trygglyndur vinur. […] Hann var fjörmaður hinn mesti og gleðimaður. Þar sem hann sat í vinahópi, þar liðu stundirnar fljótt; hann hafði aðdáanlegt lag á að …. og gleðja, hvar sem hann kom. Höndin var örlát og hjartað var gott. Hann aflaði sér líka jafnan vina, hvar sem hann var og hvert sem hann fór. Staða hans útheimti mikil ferðalög bæði milli landa og hafna hér við landið, enda hlífði hann sér ekki.

Árni Jónasson frá Svínaskála var verslunarþjónn hjá Carli og skrifar um árin á Fáskrúðsfirði í endurminningum sínum*:
Á þessum árum var Búðaþorp í Fáskrúðsfirði að myndast. Það var því fremur fámennt þar, líklega innan við 200 manns, en fólkið var mjög viðkynnilegt og skemmtilegt og var því gott að vera þarna. Carl Tulinius var góður maður.
Fjörmaður mikill og vildi hafa gleðskap í kringum sig. Hann hafði eignast marga vini á ferðalögum sínum, sem heimsóttu hann þegar þeir voru á ferð og var því oft gestkvæmt hjá honum. Hann var svo góður við okkur, sem undir hann vorum gefin, að við vildum allt fyrir hann gera. Hann dó á bezta aldri.

Snemma í maí kom ég til Fáskrúðsfjarðar. Var þá Carl Tulinius látinn byrja að byggja nýtt íbúðar- og verzlunarhús úti á Tanga, sem svo var nefnt. Verzlunarhúsið hafði til þess tíma verið inn við fjarðarbotn, en þar var svo útgrunnt, að ómögulegt var að hafa þar skip.

Un monument à la mémoire M. Carl A. Tulinius. Carl Andreas Tulinius (1864-1901) était marchand et agent consulaire de France à Faskrudsfjord.  Il a construit Tangi en 1895, où il a habité et fait du commerce.  Le gouvernement français a érigé un monument à M. Tulinius.

Il fut inauguré le 28 août 1902 en présence d´une nombreuse assistance. Des discours furent prononcés et deux poèmes du pasteur M. Jochumsson furent chantés.

*Endurminningar Árna Jónassonar frá Svínaskála

🇮🇸 🇫🇷

FÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIR SJÓMENN SJÓLYSTFRAKKLANDKONSÚLAR

— CARL A. TULINIUS, FRANSKUR KONSÚLL OG KAUPMAÐUR —

🇮🇸 🇫🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.