Tveggja sólarhringa fasta – bara vatn

fasta vatnsfasta fastað vatn 48 klst fasta blávatn 48 hours elísabet reynisdóttir beta reynis næringarfræðingur albert föstur fasta eiríksson
Tveggja sólarhringa fasta – bara vatn

Tveggja sólarhringa fasta – bara vatn

Flestir eru sammála um mikilvægi þess að fasta. Bæði 5/2 og 16/8 mataræðið teljast til föstu. Sjálfur hef ég aðeins prófað ýmsar föstur undanfarin ár. Nú er það næsta skref: Vatnsfasta.

Til að gera nú enga vitleysu bað ég Elísabetu næringarfræðing um aðstoð og auðvitað varð hún við þeirri áskorun og vildi gera þetta þannig að fastan væri sem einföldust og bæri árangur. Eftir að hafa skoðað allskonar valkosti þá valdi ég vatnsföstu í 48 klukkutíma.
Vatnsfasta er ekki flókin og það eina sem er neytt er vatn og ekkert annað svo sem föst fæða á þeim tíma sem fastan á sér stað. Mælt er með föstunni í einn, tvo eða jafnvel fleiri daga og er slík fasta talin hafa margvísleg heilsufarslega ávinning. Vatnsfasta getur ýtt undir þyngdarlosun, styrkt ónæmiskerfið og talið hjálpa til við að hægja á öldrun líkamans. Vatnsfasta er talin örugg og áhrifarík en jafnframt þarf að fara rétt að föstunni.
Að drekka aðeins vatn í tvo til þrjá daga getur haft góð áhrif á flesta. Vatnsfasta er ekki fyrir alla og alls ekki einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma, barnshafandi konur og einstaklinga sem eru of léttir.

Í þessum pistli þá förum við vel yfir áhrif, öryggi og árangur vatnsföstu og lærum að nota hana af skynsemi. Mikilvægt er að undirbúa þá daga sem fastað er og eins fyrstu dagana eftir föstuna til að ná sem bestum árangri.

FÖSTURMATUR LÆKNARMEGRUN

.

Vatnshani í Laugardal í Reykjavík

Hvað er vatnsfasta?

Aðeins er drukkið vatn á þessu tímabili meðan, engin föst fæða. Tíminn getur verið allt frá 24 klukkutímum upp í 5 til 7 daga.
Yfirlitsgrein frá 2015 sýnir árangur þess að fasta en tekið mið af hvernig er fastað. Á vatnsföstu er aðeins drukkið vatn yfir daginn.
Einnig er hægt að bæta við vatnið ferskum sítrónusafa, cayenne pipar og hunangi í volgt vatn (að morgni) á meðan á föstunni stendur.

Mögulegur ávinningur að fasta?

Að fasta í einn til tvo daga með því að drekka aðeins vatn getur hjálpað til við að örva efnaskiptin og endurnýja frumumyndun. Þegar líkaminn fer í ketósu, en það er þegar líkaminn breytir próteini/aminósýrur í glúkósa og síðan fitu í ketóna og heilinn notar ketóna sem orkugjafa í staðinn fyrir glúkósa. Þannig er gengið á fitubirgðir líkamans. Því er vatnsfasta hugsuð sem snögg leið að léttast.

Aðferð

Mikilvægt að borða rétta fæðu tveimur dögum fyrir föstuna, þannig er líkaminn betur undir það búinn að taka aðeins við vatni á meðan á föstunni stendur.
Mælt er með að tveimur dögum fyrir föstuna að borða aðeins sterkjuríkt gufusoðið grænmeti (kartöflur, gulrætur og gulrófur) ásamt öllum ávöxtum og grænmeti. Auka vatnsdrykkjuna og minnka líkamlega áreynslu.
Mikilvægt áður en fastað er að hafa ekki neytt áfengis eða kaffi eða koffín/orku drykkja. Skerið niður fæðu sem inniheldur sykur og það á einnig við drykki með sykri eða aukaefnum.
Sleppa allri líkamsrækt þegar fastað er.
Notið góða tónlist, þurrburstið líkamann og notið hollar olíur til að bera á hann. Forðist stressi og álag.

Vandamál sem geta komið upp

Þreyta, hausverkur og svefnleysi eru vandamál eða óþægindi sem geta komið upp á dögum föstunnar. Mikilvægt að drekka nóg vatn.
Mæli með ráðgjöf næringarfræðings og hefur Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur vinkona mín hún hjálpað mér að finna út úr þessa með sinni faglegu innsýn, skemmtilegum pælingum og fróðleik.

Elísabet og Albert skála (ekki í vatni)

Þessi grein var höfð til hliðsjónar

💧

FÖSTURMATUR LÆKNARMEGRUN

— TVEGGJA SÓLARHRINGA FASTA – BARA VATN —

💧

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.