Ofnbakað blómkál

Bakað blómkál ofnbakað grænmeti í ofni ferskt blómkál ketó keto cauliflower
Ofnbakað blómkál

Ofnbakað blómkál

Bakað blómkál eins og þetta gengur fisk-, kjöt- og grænmetisréttum. Það má vel leika sér með kryddin, setjið ykkar uppáhaldskrydd. Það er ýmiss fróðleikur um blómkál á Íslenskt.is

BLÓMKÁLOFNBAKAÐGRÆNMETIVEGAN

.

Ofnbakað blómkál

1 vænt blómkálshöfuð
1 1/2 dl ólífuolía
1 msk ítölsk kryddblanda
1 hvítlauksgeiri saxaður fínt
salt + pipar + smá chili
1 msk rifinn parmesan ostur.

Hristið saman olíu, kryddi og hvítlauk.
Takið blöðin af blómkálinu og skerið hluta af stilknum burt.
Dreifið ca 1/3 af kryddleginum þar í. Snúið blómkálshöfðinu við og penslið restinni af kryddleginum yfir.
Stráið parmesan osti yfir og bakið við 180°C í 20-30 mín (fer eftir stærð/þykkt).

BLÓMKÁLOFNBAKAÐGRÆNMETIVEGAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vegan – fyrir og eftir

Vegan Before After

Vegan - fyrir og eftir. Nú stendur yfir veganúar, fyrirmyndin er Veganuary.com.  Markmið veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Skorað er á þátttakendur að neyta eingöngu vegan grænmetisfæðis í janúarmánuði og upplifa af eigin raun hversu gefandi og auðvelt það getur verið.

Tarte à la rhubarbe

Tarte à la rhubarbe. Til fjölda ára rak ég safn um franska sjómenn sem stunduðu sjóinn við Ísland í yfir þrjár aldir. Samhliða safninu var vinsælt sumarkaffihús. Alla daga í á annan áratug bakaði ég rabarbarapæ og borðaði amk tvær sneiðar á dag. Satt best að segja var ég orðinn svo þreyttur á að skrifa uppskriftina fyrir gesti að hún var gefin út á póskorti, bæði á íslensku og á frönsku. Þið megið gjarnan deila þessari uppskrift með frönskum, eða frönskumælandi vinum ykkar. Rabarbari er líka vinsæll í Frakklandi

SaveSave

Súkkulaði- og bananakúlur

Súkkulaði- og bananakúlur. Í dag fögnum við sex ára afmæli með Ólafi sem hefur beðið spenntur eftir þessum degi í margar vikur. Ólafur afar hæfileikaríkur og er mjög góður að semja um ýmislegt og á gefst ekki auðveldlega upp í samningunum.

Gulrótaterta

Gulrótaterta. Alltaf er nú gott að fá sér (væna) sneið af gulrótartertu. Hef áður talað um að óhætt sé að minnka sykurmagn í tertum. Hér minnkaði ég bæði sykurinn í tertunni og í kreminu. Svei mér þá ef afraksturinn verður ekki enn betri... Já og ekki spara kanilinn, hafið teskeiðarnar vel fullar :-)

Fyrri færsla
Næsta færsla