Í kaffi hjá Íslandsmeistaranum í pönnukökubakstri
Á landsmóti Ungmennafélaganna 50 ára og eldri sigraði Sigrún Steinsdóttir glæsilega í pönnukökubakstri. Alveg sérlega gaman að segja frá því að hún er móðursystir mín. Sigrún bauð til kaffisamsætis og meðal góðra veitinga voru pönnukökur bakaðar eftir verðlaunauppskriftinni. Sigrún er einstaklega gott dæmi um að æfingin skapar meistarann, hún er búin að æfa sig í amk sjötíu ár, er 83 ára og orðinn Íslandsmeistari. Núna er uppskriftin fjölskylduleyndarmál og Íslandsmeistaratitilinn verður varinn á næsta landsmóti.
.
— SIGRÚN STEINSDÓTTIR — PÖNNUKÖKUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — SÓLARPÖNNUKÖKUR — #sumarferðalag9/15 —
🇮🇸
Að ýmsu er að hyggja í keppni í pönnukökubakstri. Keppendur hafa 20 mínútur til að gera deigið og baka 20 pönnukökur. Tíu á að skila upprúlluðum með sykri og tíu brotnum horn í horn. Þá taka dómarar tillit til umgengi á vinnusvæði meðan bakað er, frágangi á svæðinu og á pönnukökunum á fati, vinnubrögðum, útliti pönnukakanna þannig þær séu svipaðar í útliti og ekki brenndar og síðast, en ekki síst, bragðgæðum.
.
— SIGRÚN STEINSDÓTTIR — PÖNNUKÖKUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — SÓLARPÖNNUKÖKUR — #sumarferðalag9/15 —
🇮🇸