Í kaffi hjá Íslandsmeistaranum í pönnukökubakstri

Sigrún Steinsdóttir didda hulda dalir dölum dalaættin albert sólveig EIRÍKSDÓTTIR vilborg EIRÍKSDÓTTIR páll bergþórsson bergþór fáskrúðsfjörður, fáskrúðsfirði pönnukökur íslandsmót landsmót íslandsmeistari pönnukökubakstur upprúllaðar pönnsur umfí SIGRÚN STEINSDÓTTIR HULDA STEINSDÓTTIR GUÐBJÖRG STEINSDÓTTIR GUÐNÝ ELÍSDÓTTIR
Íslandsmeistarapönnukökur

Í kaffi hjá Íslandsmeistaranum í pönnukökubakstri

Á landsmóti Ungmennafélaganna 50 ára og eldri sigraði Sigrún Steinsdóttir glæsilega í pönnukökubakstri. Alveg sérlega gaman að segja frá því að hún er móðursystir mín. Sigrún bauð til kaffisamsætis og meðal góðra veitinga voru pönnukökur bakaðar eftir verðlaunauppskriftinni. Sigrún er einstaklega gott dæmi um að æfingin skapar meistarann, hún er búin að æfa sig í amk sjötíu ár, er 83 ára og orðinn Íslandsmeistari. Núna er uppskriftin fjölskylduleyndarmál og Íslandsmeistaratitilinn verður varinn á næsta landsmóti.

.

SIGRÚN STEINSDÓTTIRPÖNNUKÖKUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — SÓLARPÖNNUKÖKUR #sumarferðalag9/15

🇮🇸

Systkinin Albert, Sólveig, Vilborg og móðursystir okkar, Íslandsmeistarinn Sigrún

Að ýmsu er að hyggja í keppni í pönnukökubakstri. Keppendur hafa 20 mínútur til að gera deigið og baka 20 pönnukökur. Tíu á að skila upprúlluðum með sykri og tíu brotnum horn í horn. Þá taka dómarar tillit til umgengi á vinnusvæði meðan bakað er, frágangi á svæðinu og á pönnukökunum á fati, vinnubrögðum, útliti pönnukakanna þannig þær séu svipaðar í útliti og ekki brenndar og síðast, en ekki síst, bragðgæðum.

Guðbjörg og Hulda Steinsdætur (systur Sigrúnar), Páll og Bergþór
Glæsilegt kaffiborð

.

SIGRÚN STEINSDÓTTIRPÖNNUKÖKUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — SÓLARPÖNNUKÖKUR #sumarferðalag9/15

— ÍSLANDSMEISTARAPÖNNUKÖKUR —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.