Rauðrófusíldarsalat – litfagurt og bragðgott

Rauðrófusíld rauðrófur síld síldarsalat jólalegt salat jólasalat
Rauðrófusíldarsalat

Rauðrófusíld

Litfagurt síldarsalat sem bragðast einstaklega vel (með góðu rúgbrauði). Það má auðveldlega útbúa salatið daginn áður – verður bara betra við að standa í ísskáp yfir nótt.

SÍLDARSALÖT — SÍLDRAUÐRÓFURRÚGBRAUÐ

.

Rauðrófusíld

1 dl mæjónes
½ dl sýrður rjómi
2 dl brytjuð marineruð síld
1 lítið rautt epli, skorið í bita
1 dl saxaðar niðursoðnar rauðrófur
1 msk saxaður blaðlaukur
Blandið öllu saman og látið standa í nokkrar klukkustundir í ísskáp eða yfir nótt.

SÍLDARSALÖT — SÍLDRAUÐRÓFURRÚGBRAUÐ

— LITFAGURT RAUÐRÓFUSALAT —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

L´abri á Fáskrúðsfirði

L´abriL´abri

Í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði, sem hýsir Fosshótel, er hinn bjarti og fallegi veitingastaður L´abri. Þar er eldað af metnaði undir frönskum áhrifum. Mikið var að gera á hótelinu og veitingastaðnum þegar við vorum fyrir austan á dögunum og vel bókað sumar, vetur, vor og haust. Það er vel þess virði að koma við á Fáskrúðsfirði, skoða snyrtilegan bæ og fá sér hressingu í Franska spítalnunum sem Minjavernd endurbyggði af miklum myndarbrag.