Rauðrófusíldarsalat – litfagurt og bragðgott

Rauðrófusíld rauðrófur síld síldarsalat jólalegt salat jólasalat
Rauðrófusíldarsalat

Rauðrófusíld

Litfagurt síldarsalat sem bragðast einstaklega vel (með góðu rúgbrauði). Það má auðveldlega útbúa salatið daginn áður – verður bara betra við að standa í ísskáp yfir nótt.

SÍLDARSALÖT — SÍLDRAUÐRÓFURRÚGBRAUÐ

.

Rauðrófusíld

1 dl mæjónes
½ dl sýrður rjómi
2 dl brytjuð marineruð síld
1 lítið rautt epli, skorið í bita
1 dl saxaðar niðursoðnar rauðrófur
1 msk saxaður blaðlaukur
Blandið öllu saman og látið standa í nokkrar klukkustundir í ísskáp eða yfir nótt.

SÍLDARSALÖT — SÍLDRAUÐRÓFURRÚGBRAUÐ

— LITFAGURT RAUÐRÓFUSALAT —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Apótekshádegi og borðsiðanámskeið

Apótekshádegi og borðsiðanámskeið. Marsibil söng eftirminnilega Einu sinni á ágústkvöldi með afa sínum í sextugsafmæli hans í Eldborg um daginn. Að launum fékk hún m.a. út af borða með öfum sínum og námskeið í borðsiðum á Apótekinu. Allt gekk þetta vel, enda er hún svo sem ágætlega að sér í borðsiðum, en alltaf er hægt að rifja upp og bæta sig. Við fórum yfir hvernig er skálað, hvað við gerum við servíettuna, hvernig haldið er á hnífapörum og margt annað. Drögum ekki að kenna börnum góða borðsiði og kurteisi. Þau elska svona reglur.