Fiskréttur Völu Thoroddsen

Fiskréttur Völu Thoroddsen Vala thoroddsen ýsa ýsuflak rjómi dill rasp rækjur fiskur í ofni ofnbakaður fiskur fiskréttur BÓKIN Eftirlætisrétturinn minn
Fiskréttur Völu Thoroddsen er í miklu uppáhaldi. Stundum setjum við bæði rækjur og hörpuskel yfir í lokin.

Fiskréttur Völu Thoroddsen

Árið 1981 kom út bókin Eftirlætisrétturinn minn. Þar gefa þjóðþekktir Íslendingar uppskriftir að sínum eftirlætis réttum. Ein þeirra er Vala Thoroddsen: „Besti matur, sem ég fæ, er annaðhvort vel steikt lambalæri eða hryggur. En á Íslandi fæst betri og ferskari fiskur, en víðast annars staðar. Óteljandi aðferðir eru til að matreiða fiskinn, og hér kemur ein, sem mér finnst mjög góð”

🐟

FISKUR Í OFNIRÆKURFISKRÉTTIRLAMBAHRYGGUREFTIRLÆTISRÉTTURINN MINNBESSASTAÐIRRASP

🐟

Fiskréttur Völu Thoroddsen

Fiskréttur Völu Thoroddsen

Niðurskorin ýsuflök. Roðflett ýsuflak (meðalstórt) er skorið niður í hæfilega stóra bita og salti stráð yfir. Þremur matskeiðum af bræddu smjöri, einni eggjarauðu og örlitlu af pipar er hrært saman og fiskurinn smurður með því. Tveimur matskeiðum af raspi og þremur matskeiðum af rifnum osti er blandað saman, fiskinum velt upp úr því og síðan raðað í eldfast fat.
Dálitlu smjöri er bætt í. Fatið er síðan sett í ofn (225-250°C) í um það bil fimmtán mínútur. Þá er einum pela af rjóma ásamt söxuðu dilli eða steinselju hellt yfir fiskinn.
Gott er að setja rækjur eða niðurskorna tómata yfir fatið. Látið aftur í ofnin í um það bil tíu mínútur.
Með réttinum skal bera fram soðnar kartöflur eða hrísgrjón.

Fiskréttur Völu Thoroddsen

🐟

FISKUR Í OFNIRÆKURFISKRÉTTIRLAMBAHRYGGUREFTIRLÆTISRÉTTURINN MINNBESSASTAÐIRRASPLAMBAHRYGGUR

— FISKRÉTTUR VÖLU THORODDSEN —

🐟

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kínósaalat með kóríander og lime

Kínóasalat

Kínósaalat með kóríander og lime. Létt og gott salat sem getur bæði verið sér réttur eða meðlæti með góðum mat. Kínóa fer vel í maga og við ættum að nota það meira í matargerð, það innildur prótín, kalk, járn, sink, B-vítamín. Svo er það glúteinlaust.

Litríkt veislunammi frá Nínu

Litríkt veislunammi frá Nínu. Nína Jónsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún útbýr þessar litríku kúlur sem innihalda lakkrís og súkkulaði. Hægt er að sérpanta hjá henni flesta liti. Sjálf hefur hún gaman af því að halda veislur og vera með litaþema þannig kom þessi hugmynd upphaflega upp fyrir skírnarveislur en svo beint í kjölfarið byrjaði HM stemningin svo Nína fór að gera kúlur í fánalitunum. „Regnboga litirnir fyrir gleðigönguna voru svo eðlilegt framhald enda finnst mér þeir svo fallegir og ég fer alla leið að sjálfsögðu í gleðinni"

Appelsínukaka með súkkulaðikremi

 

 

 

Appelsinukaka. Bogga frænka mín á Núpi bakaði þessa undurgóðu Appelsínuköku og bauð í kaffi. Ömmustelpan hennar Helena Draumey plokkaði kremið ofan af tertunni og borðaði af mikilli áfergju #auðvitaðsegjaömmurekkertþegarbarnabörninborðabarakremiðaftertum

Ávextir á þremur hæðum

Ávextir á þremur hæðum. Það er upplagt að nota þriggja hæða smákökudiskana, sem víða eru til og flestir nota á jólunum, undir ávexti og grænmeti. Fátt er eins fallegt og girnilegt og litfagrir ávextir.