Fiskréttur Völu Thoroddsen

Fiskréttur Völu Thoroddsen Vala thoroddsen ýsa ýsuflak rjómi dill rasp rækjur fiskur í ofni ofnbakaður fiskur fiskréttur BÓKIN Eftirlætisrétturinn minn
Fiskréttur Völu Thoroddsen er í miklu uppáhaldi. Stundum setjum við bæði rækjur og hörpuskel yfir í lokin.

Fiskréttur Völu Thoroddsen

Árið 1981 kom út bókin Eftirlætisrétturinn minn. Þar gefa þjóðþekktir Íslendingar uppskriftir að sínum eftirlætis réttum. Ein þeirra er Vala Thoroddsen: „Besti matur, sem ég fæ, er annaðhvort vel steikt lambalæri eða hryggur. En á Íslandi fæst betri og ferskari fiskur, en víðast annars staðar. Óteljandi aðferðir eru til að matreiða fiskinn, og hér kemur ein, sem mér finnst mjög góð”

🐟

FISKUR Í OFNIRÆKURFISKRÉTTIRLAMBAHRYGGUREFTIRLÆTISRÉTTURINN MINNBESSASTAÐIRRASP

🐟

Fiskréttur Völu Thoroddsen

Fiskréttur Völu Thoroddsen

Niðurskorin ýsuflök. Roðflett ýsuflak (meðalstórt) er skorið niður í hæfilega stóra bita og salti stráð yfir. Þremur matskeiðum af bræddu smjöri, einni eggjarauðu og örlitlu af pipar er hrært saman og fiskurinn smurður með því. Tveimur matskeiðum af raspi og þremur matskeiðum af rifnum osti er blandað saman, fiskinum velt upp úr því og síðan raðað í eldfast fat.
Dálitlu smjöri er bætt í. Fatið er síðan sett í ofn (225-250°C) í um það bil fimmtán mínútur. Þá er einum pela af rjóma ásamt söxuðu dilli eða steinselju hellt yfir fiskinn.
Gott er að setja rækjur eða niðurskorna tómata yfir fatið. Látið aftur í ofnin í um það bil tíu mínútur.
Með réttinum skal bera fram soðnar kartöflur eða hrísgrjón.

Fiskréttur Völu Thoroddsen

🐟

FISKUR Í OFNIRÆKURFISKRÉTTIRLAMBAHRYGGUREFTIRLÆTISRÉTTURINN MINNBESSASTAÐIRRASPLAMBAHRYGGUR

— FISKRÉTTUR VÖLU THORODDSEN —

🐟

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.