Bláberjahjónabandssæla
Ætli megi ekki segja að þetta sé hliðarútgáfa af hjónabandssælunni góðu. Það má baka þessa hvort heldur er í kringlóttu formi eða í ofnskúffu eins og venjulega hjónabandssælu. Mjög góð með kaffinu, bökum og höfum kvöldkaffi eða bjóðum gestum heim 🙂
— HJÓNABANDSSÆLUR — BLÁBER —
.
Bláberjahjónabandssæla
botn
130 g smjörlíki
1 b heilhveiti
1 b haframjöl
1/4 b sykur
1/4 b púðursykur
1/2 tsk salt
1/3 tsk matarsódi
Blandið öllu saman og setið í botninn á eldföstu kringlóttu formi. Takið frá ca 1/3 b til að mylja yfir fyllinguna.
fylling
3 msk bláberjasulta
2 b frosin bláber
2 1/2 msk sítrónusafi
2 msk hunang
Dreifið bláberjasultunni yfir botninn. Hellið sítrónusafa yfir bláberin og látið þau yfir sultuna í botninum. Hellið hunangi yfir og myljið loks restina af deiginu milli fingranna yfir. Bakið við 175°C í um 25 mín.
.
— HJÓNABANDSSÆLUR — BLÁBER —
.