Bláberjahjónabandssæla, alveg dásamlega góð

Bláberjahjónabandssæla, alveg dásamlega góð + myndband bláber haframjöl
Bláberjahjónabandssæla

Bláberjahjónabandssæla

Ætli megi ekki segja að þetta sé hliðarútgáfa af hjónabandssælunni góðu. Það má baka þessa hvort heldur er í kringlóttu formi eða í ofnskúffu eins og venjulega hjónabandssælu. Mjög góð með kaffinu, bökum og höfum kvöldkaffi eða bjóðum gestum heim 🙂

HJÓNABANDSSÆLUR — BLÁBER

.

Bláberjahjónabandssæla

botn

130 g smjörlíki

1 b heilhveiti

1 b haframjöl

1/4 b sykur

1/4 b púðursykur

1/2 tsk salt

1/3 tsk matarsódi

Blandið öllu saman og setið í botninn á eldföstu kringlóttu formi. Takið frá ca 1/3 b til að mylja yfir fyllinguna.

fylling

3 msk bláberjasulta

2 b frosin bláber

2 1/2 msk sítrónusafi

2 msk hunang

Dreifið bláberjasultunni yfir botninn. Hellið sítrónusafa yfir bláberin og látið þau yfir sultuna í botninum. Hellið hunangi yfir og myljið loks restina af deiginu milli fingranna yfir. Bakið við 175°C í um 25 mín.

Bláberjahjónabandssæla
Bláberjahjónabandssæla

.

HJÓNABANDSSÆLUR — BLÁBER

— BLÁBERJAHJÓNABANDSSÆLA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar. Hef alla tíð hrifist af fólki sem kallar ekki allt ömmu sína. Jóna Matthildur er fasbókarvinkona mín. Á dögunum nefndi ég við hana hvort hún væri til í að útbúa eitthvert góðgæti fyrir bloggið. Ég bjóst við einum brauðrétti, í mesta lagi einni tertu. Nei, nei. Þegar ég kom var hlaðið borð af tertum, brauðréttum og öðru góðgæti. Hvert öðru fallegra og bragðbetra. Ekki nóg með það, Jóna bauð frænkum sínum og vinkonum til kaffisamsætis og úr urðu skemmtilegar og lifandi umræður. Þess má geta í óspurðum fréttum að ég át yfir mig...

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....