Japönsk veisla á Food and fun

Diana Carvalho er gestakokkur Food and fun á 101 Hóteli 101hotel Reykjavík food&fun
Diana Carvalho er gestakokkur Food and fun á 101 Hóteli

Það er alltaf jafn gaman að koma á veitingastaðinn á 101, sem þær systur Ingibjörg og Lilja Pálmadætur komu svo snilldarlega fyrir milli húsa. Þar stendur nú yfir Food & fun eins og á fleiri veitingastöðum.
Það er sannarlega hægt að mæla með því við áhugafólk um japanskan mat að að leggja leið sína þangað fram til 8. mars, en Diana Carvalho á heiðurinn að fíneríinu. Hún er frá Portúgal, en hefur m.a. unnið á japanska staðnum Araki í London í teymi sem aflaði staðnum þriðju Michelin stjörnunnar.
Fyrir aðeins 8.990 er í boði sex rétta matseðill. Sushi og sashimi eru á sínum stað, en einnig m.a. þorskseyði sem gælir við bragðlaukana og eins konar búðingur með humar og laxi, hreint lostæti. Þetta er matarupplifun.

Sunomono. Salat með saltaðri agúrku, sjávarþangi og rauðlauk
Suimono. Þorskseyði með blaðlauk og shiso krassa
Chawanmushi. Búðingur með humri, laxi, dashi og truffluhlaupi
Sashimi. Þorskur, túnfiskur og lax
Sushi. Hosomaki, nigiri og gunkan
Shiratama dango. Mochi, ankomauk og blá- og krækiberjacoulis
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.