Bláberjahjónabandssæla, alveg dásamlega góð

Bláberjahjónabandssæla, alveg dásamlega góð + myndband bláber haframjöl
Bláberjahjónabandssæla

Bláberjahjónabandssæla

Ætli megi ekki segja að þetta sé hliðarútgáfa af hjónabandssælunni góðu. Það má baka þessa hvort heldur er í kringlóttu formi eða í ofnskúffu eins og venjulega hjónabandssælu. Mjög góð með kaffinu, bökum og höfum kvöldkaffi eða bjóðum gestum heim 🙂

HJÓNABANDSSÆLUR — BLÁBER

.

Bláberjahjónabandssæla

botn

130 g smjörlíki

1 b heilhveiti

1 b haframjöl

1/4 b sykur

1/4 b púðursykur

1/2 tsk salt

1/3 tsk matarsódi

Blandið öllu saman og setið í botninn á eldföstu kringlóttu formi. Takið frá ca 1/3 b til að mylja yfir fyllinguna.

fylling

3 msk bláberjasulta

2 b frosin bláber

2 1/2 msk sítrónusafi

2 msk hunang

Dreifið bláberjasultunni yfir botninn. Hellið sítrónusafa yfir bláberin og látið þau yfir sultuna í botninum. Hellið hunangi yfir og myljið loks restina af deiginu milli fingranna yfir. Bakið við 175°C í um 25 mín.

Bláberjahjónabandssæla
Bláberjahjónabandssæla

.

HJÓNABANDSSÆLUR — BLÁBER

— BLÁBERJAHJÓNABANDSSÆLA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matur sem má borða með fingrunum

Matur sem má borða með fingrunum. Hver kannast ekki við að vera í veislu eða á veitingastað og langa til að nota guðsgafflana í staðinn fyrir hnífapörin? Það er ýmislegt sem við megum nota puttana við og er jafnvel æskilegra að nota þá en hnífapörin. Það er ákveðin stemning því samfara að nota fingurna. Það getur verið æskilegt að gestgjafi láti vita þegar hann býður heim hvað hann ætli að hafa svo fólk geti gert ráðstafanir eða komi ekki af fjöllum. Við viljum síður mæta í okkar fínasta og dýrasta dressi og eiga von á því að eitthvað slettist á okkur. Ef boðið er upp á mat sem gestir kunna ekki að „eiga við” þá er ágætt að hafa örstutta sýnikennslu. Munið bara að hafa vel af servíettum eða blauttuskum.

Ferskt, svalandi og litfagurt vatnsmelónusalat

Ferskt og svalandi vatnsmelónusalat. Sumarlegt salat sem á vel við á góðviðrisdögum. Það getur bæði verið sér réttur, þegar enginn nennir að stússast í eldhúsinu á hlýjum sumardögum, eða meðlæti með (grill)matnum. Salat er sáraeinfalt og tekur stutta stund að útbúa það. Til tilbreytingar má saxa rauðlauk og bæta við þetta litfagra salat.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Jarðarberja-og Baileysterta – sú besta í tertusamkeppni

Jarðaberja-og Baileysterta. Við Bergþór hittum eldhressar kvenfélagskonur í Grundarfirði og fórum yfir nokkur gagnlega atriði um borðsiði, kurteisi og annað. Þær slógu upp kökusamkeppni og fengu okkur til að dæma. Af mörgum góðum tertum sem voru í boði stóð þessi uppúr. Ingibjörg Anna, sem nýgengin er í kvenfélagið, kom sá og sigraði glæsilega.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave